17.03.15

Í þessari viku þá kláraði ég að festa saman kassann og fóðra hann með svampinum. Við komumst að því að við gleymdum alveg að bæta við þykktinni á efninu á hliðarnar til þess að efnið stæði út úr svo ég klippti einn af svömpunum niður til að fylla upp í en þarf þá að panta mér annan svamp sem er í réttri stæð eftir nýja lokinu. Er komin með leyfi til þess að fara í sútun og allaveganna byrja á klæðinu föstudaginn 27. Mars. Ég grunnaði botninn á kassanum en á eftir að mála hann og líka nýja lokið sem ég á eftir að smíða.

Ég teiknaði upp nýja lokið því í því gamla gleymdi ég að reikna með svampsþykktini enda vissum við ekki ennþá hvað hann yrði þykkur á þessum tíma.

Nýja lokið er tilbúið og vasinn í lokinu fyrir litla kassanum í réttri stærð þar sem ég dróg af stærðinni sentimeter á hverri hlið fyrir 4mm krossviðar kannti sem ég ætla að nota til þess að fela leðrið og svo auka 6 mm til þess að hafa nóg pláss fyrir leðrið og til að auðvelda það að setja lokið á. Það má vera pínu færanlegt svo það sé ekki bara pikk fast.

Næst á dagskrá er að skera út lokið og saga kassann inn í hann, mála litla kassann og botninn, finna litlar fætur og svo sauma utan um. Gæti verið að ég þyrfti að halda áfram með sófaborðið á meðan ég bíð eftir að geta fest efnið utanum.