Svava Jakobsdóttir

1930 - 2004

Æviferill Svövu Jakobsdóttir

Svava Jakobsdóttir ( 1930- 2004) fæddist í Neskaupstað. Hún fluttist með fjölskyldu sinni þegar hún var barn til Kanada, svo sneri fjölskyldan aftur til Íslands 1940. Hún sótti nám í Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og árið 1950 birtist hennar fyrsta smásaga sem hafði nafnið Konan í kjallaranum. Hún stundaði nám í Háskóla Íslands um stutta stund, og hélt svo til Bandaríkjanna og lauk B.A. gráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá Smith College í Northampton. Hún var einnig framhaldsnámi í forníslenskum bókmenntum við Somerville College í Englandi 1953 og stundaði nám í sænskum nútímabókmenntum í Svíþjóð. Svava vann í utanríkisráðuneytinu og í sendiráðinu í Stokkkhólmi 1955- 1960. Hún tók sér svo starf sem blaðamaður, eftir það settist hún í stjórn rithöfundarfélags Íslands og gerðist starfsmaður við dagskrárdeild RUV. Hún sat einnig tvö kjörtímabil á alþingi fyrir Alþýðubandalagið.
Svava var tvítug þegar hún gaf út sína fyrstu bók, og var sú bók smásagnasafn sem hét 12 konur. Voru sögurnar vel gerðar og hafa elst vel að mati bókmenntafræðinga enda voru þær samdar af agaðri stílvitund.

Comment Stream