Fenrisúlfur

Loki átti 3 börn: Miðgarðsorm sem var kastað í sjóinn og umkringir jörðina og bítur í sporðinn á sér. Hel sem var kastað í Niflheim og gætir sála þeirra dauðlegu manna og kvenna sem láta lífið utan orrustu. Hel er ljót og grimmdarleg. Í síðasta lagi átti Loki úlfinn Fenrir sem æsirnir leyfðu í fyrstu að dvelja í Ásgarði en eftir því sem hann óx fóru æsirnir að fjötra hann. Þeir smíðuðu fjötrana Læðing og Dróma sem úlfurinn braut auðveldlega. Æsirnir létu því dverga smíða fjöturinn Gleipni sem átti að vera óbrjótanlegur. Til þess að koma fjötrinum utan um úlfinn þurfti Týr að leggja hönd sína í kjaft hans á meðan hann vafði honum utan um hálsinn. Þegar fjöturinn hertist beit úlfurinn höndina af Tý. Því er spá að úlfurinn verði Óðni að bana.

Comment Stream