Jólaundirbúningur í Grunnskólanum á Ísafirði 2014

Hér má sjá faglega takta við piparkökuhúsagerð.

Frá síðasta fréttabréfi hefur að sjálfsögðu margt verið í gangi hér í skólanum eins og venjulega. Við höfum farið í heimsóknir og fengið heimsóknir. Vinabekkir hafa átt góðar stundir saman og unnið margskonar verkefni, sum tengd jólum en önnur ekki. Við höfum fengið gjafir og gefið gjafir, meðal annars færði stjórn foreldrafélagsins okkur jólaglaðing sem við þökkum kærlega fyrir. En að þessu sinni ætlum við bara að sýna ykkur myndir af jólastemmingunni hjá okkur. Eins og sjá má á þessum myndum hefur verið mikið að gera hjá nemendum.

Fyrsti bekkur er búinn að búa til miklu fleiri en þrettán jólasveina
Keðjugerð er sígilt og gott verkefni sem krefst mikillar einbeitingar. Hér eru nemendur í þriðja bekk að störfum.

Kór skipaður nemendum í 1.-4. bekk kom og söng fyrir okkur.

Í fimmta bekk var unnið að því að ná samkomulagi um hvernig ætti að skreyta töfluna.
Maður verður aldrei of gamall fyrir smá jölaföndur
Búið er að skreyta flestar hurðir skólans, svona lítur hurðin hjá 6.bekk út.

Litlu jólin

Hér koma að lokum smá sýnishorn af gleðinni við að dansa kringum jólatréð. Það er ákaflega ánægjulegt að sjá hvað krakkarnir eru glaðir. Stóru krakkarnir eru frábærar fyrirmyndir fyrir þá yngri og taka ábyrgð á því að dansinn gangi eftir áætlun.  Við gleðjumst innilega og fyllumst stolti af nemendum okkar á svona stundum.  

Hér eru 2., 4. og 9. bekkur á balli.

Hér skemmta 3. og 10. bekkur sér saman.

Og ekki var gleðin minnst hjá 6. og 7.bekk

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir gott samstarf.