Náms- og starfsráðgjöf

Í hverju felst hún og hvert er hægt að leita?

Náms- og starfsráðgjafar eru starfandi við flesta grunn- og framhaldsskóla auk háskóla og símenntunarmiðstöðva.  Hlutverk þeirra er að veita ráðgjöf vegna náms- og starfsvals og fræða um nám, störf og atvinnulíf.

Hjá Náms- og starfsráðgjöf IÐUNNAR - fræðsluseturs starfa náms- og starfsráðgjafar sem sérhæfa sig í að aðstoða einstaklinga við raunfærnimat og náms- og starfsval. Einnig er hægt að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa annarra símenntunarmiðstöðva .

Í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands eru opnir viðtalstímar frá mánudegi til fimmtudags milli 13.00-15.30 og á föstudögum milli 10.00-12.00. Öllum er frjálst að nýta sér þá tíma.

Í Náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík eru einnig opnir viðtalstímar alla daga nema föstudaga kl. 13.30 - 16:00.

Heimasíða Félags náms- og starfsráðgjafa er www.fns.is.

Comment Stream