Verkefnasíða Auðar

Tíðir Sagna
7. janúar 2015
Nafn bókar: Rangstæður í Reykjavík
Höfundur: Gunnar Helgason
Útgáfu ár: 2013
Blaðsíðu: 42

Hann stóð þarna.

Ég horfði aftan. Hann var í treyju númer 7 og hélt á bolta undir hendinni. Stóð bara úti á miðjum velli og horfði í kringum sig. Enginn annar Skagamaður var mættur. Við Þróttararnir vorum hins vegar allir saman í einum hóp.

"Nei!? Ívar!" hrópaði Skúli og stoppaði í skrefinu. Hinir litu upp og þegar þeir áttuðu sig á því hver þetta var hlupu þeir af stað. Davíð og Bjössi eltu Skúla. Ég stóð ennþá grafkyrr. Ég ætlaði ekki að hlaupa til Ívars eins ég væri einhver... kærasta hans... eða ættingi... eða... vinur. En var ég ekki vinur hans? Ég var alveg handviss um það að ég var ekki kærastan hans og ekki var ég ættingi hans en var ég ekki örugglega vinur hans? Nei.

Hann vildi ekki vera vinur minn og hvers vegna ætti ég þá að vera vinur hans? Mér var alveg sama þó að hann hefði lent í slysi og ætti núna enga fjölskyldu heldur bara vini? Bara vini? Hann átti bara vini. Það var það eina sem hann átti í heiminum. Jú, hann átti pabba. En hvar var hann núna? Það vissi enginn. Allavega ekki ég. Og hann átti þennan ÍA-gaur. Hann var einhvers konar bróðir hans. Og einhver mamma hlaut að vera á þessu fósturheimili og einhver pabbi.

Ohh. Ég vissi vel að það var ekki það sama og að eiga sína eigin foreldra.

Sama bók 2

,,Hvernig gætu verið gift honum? Hann er snarbrjálaður!" hrópaði Bjössi.

,,Já, hann er ekki alveg eins og fólk er flest, ég viðurkenni það," sagði Fríða og leit á handleggina á sér sem hún krosslagði á maganum. ,,En ég var ung og vitlaus og hann var skemmtilegur þá. Og hrikalega góður í fótbolta," sagði hún og leit upp brosandi. Svo sagði hún: ,,En ætli ég hafi ekki minnt Ívar eitthvað á mömmu sína. Plús það að við Rikki erum í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Það búa hjá okkur fósturbörn, stundum tvö og þrjú í einu."

Ókei! Við hurfum allir inn í okkur. Við þurftum að melta þetta:

Hún minnti hann á mömmu sína

Verkefni 3 Persórugreining

Bók: Hafmeyjan

Höfundur: Camilla Läckberg

Útgáfuár: 2008

Blaðsíða: 9

Það eru liðnir (3p) þrír mánuðir! Af hverju finnið (2p),þið hann ekki? Patrik Hedströmvirti (3p) konuna sem stóð (3p) fyrir framan hann fyrir sér. Í hvert einasta sinn sem hann sá (3p) hana var (3p) hún sjúskaðari og þreytulegri að sjá (3p) og hún kom(3p) á lögreglustöðina í Tanumshede í hverri viku. Hvern einasta miðvikudag. Húnhafði gert (3p)það allt frá því að eiginmaður hennar hvarf (3p) í byrjun nóvember."Við gerum (1p) það sem við getum (1p) Cia. Þú veist það (1p)."Húnkinkaði (3p) kolli. Hendur hennar skulfu (3p)lítið eitt þar sem þær láu (3p) í kjöltu hennar. Síðan leit (3p) hún aftur á hann með augun full af tárum. Það var (3p)ekki í fyrsta sinn sem Patrik horfði (1p) í þessi tárvotu augu.

Nei það voru ekki öll orðin í sömu persónu. Það er vegna þess að það er fleiri en ein persóna í sögunni.

Verkefni 4

Palla langar í kex. Stína virðist fátt ætilegt í eldhúsinu. Líf hungrar í mat og það batnar ekki þótt Jói borði kleinur. Mér sýnist Guðríður vera stærri. Okkur velgir við matnum. Hann lét sér fátt um finnast Snjóaði mikið? Les Sigrún mikið? Syfjar þig? Hver kann þetta lag? Lögreglan grunar Kalla en hana skortir sannanir. Ástu munar um minna. Ernir ók hratt. Pálu vantar blek. Stjórnmálamennina langar í kosningar. Ástandið versnar. Þórir vann lengi í gær. Ósk heyrði hávaðann. Hinrik ávítaði drenginn. Erlu kólnaði í frostinu. Bátinn rak á sker. Kirkjuna ber við himin. Snót geðjast vel að Sigríði. Ómar setur hljóða. Torfi setur bókina á borðið. Þið sitjið og ykkur stendur á sama þótt við stöndum. Mér líkar vel við þig en undrar hve latur þú ert. Okkur mislíkaði við hann. Okkur óraði ekki fyrir því. Mig minnti að Eyþór hefði minnt þig á fundinn. Hún líður áfram í sæluvímu en mér líðurilla. Jóhönnu kólnar þó að sólin skíni. Kolfinna lenti vélinni.

Verkefni 5

1. Hann svaraði

2. Hvernig þorir þú því

3. Það er erfitt að tala við þig

4. Þá breytist ég

5. Ég stökk af stað

6. Ég trúi

7. Hann drukknaði

8. Stundum hugsa ég

9. Hún lést í nótt

10. Hann fæddist

6. Verkefni

Formaðurinn reifaði málið(þf). Páll sækir stundum blöðin(þf). Ferðamennirnir hlóðu vörðu(þf). Þórður neytti ekki víns(ef). Guðný bauð mér á ball(þf). Við báðumst afsökunar(ef). Við mættummörgum bílum(þgf). Ég sá kvikmyndina(þf) í gær. Kennarinn þekkir öll börnin(þf). Sigfús Jónsson réð ferðinni(þgf). Grímur saknarunnustu(ef) sinnar. Heilsaðu manninum(þgf). Biskupinn vígðikirkjuna(þf). Plötusnúðurinn spilaði lagið(þf). Jón Páll lyftitunnunni(þgf).

Verkefni 6 Áhrifasagnir

Formaðurinn reifaði málið ( fallorð í þolfalli ). Nonni sækir stundum blöðin ( fallorð í þolfalli ). Ferðamennirnir hlóðu vörðu ( fallorð í þolfalli ). Þórður neytti ekki víns ( fallorð í eignarfalli. Guðný bauð mér á ball ( fallorð í þolfalli ). Við báðumstafsökunar ( þolfall í eignarfalli ). Við mættum mörgum bílum ( fallorð í þágufalli ). Ég sá kvikmyndina ( fallorð í þolfalli ) í gær. Kennarinn þekkir öll börnin ( fallorð í þolfalli ). Sigfús Jónsson réð ferðinni ( fallorð í þágufalli ). Grímur saknar unnustu ( fallorð í þolfalli )sinnar. Heilsaðu manninum ( fallorð í þágufalli ). Biskupinn vígði kirkjuna ( fallorð í þolfalli ). Plötusnúðurinn spilaði lagið ( fallorð í þolfalli ). Jón Páll lyftitunnunni ( fallorð í þágufalli ).

Verkefni 7 Áhrifalausarsagnir

Sigurður laut höfði. Hann hafði ekki kvatt Steingrím þegar þeir Jóhann lögðu í hann. Hann skildi ekki hvernig hann gat stefnt Freyju í voða. Hann skildi svo sem alveg að eitthvað þyrfti. Það litla sem hann vissi, það litla sem Zheng hafði sagt honum um ástandið í Kaldhól á meðan þeir dvöldu í fangelsinu, gaf ekki ástæðu til bjartsýni. En þetta skildi hann ekki. Þegar Steingrímur rétti honum höndina í kveðjuskyni tók hannekki í hana heldur snéri sér undan og labbaði burt.

Verkefni 8

Comment Stream