Barnamenningarhátið í Reykjavík

Spilavinir, föndur í Ólátagarði og Topphúsið

Styrmir var beðinn um að vera með Makey Makey tækið sitt í Topphúsinu ásamt Ævari vísindamanni til þess að skemmta börnum á barnamenningarhátið.

Ég, Freyja og Fróði ákváðum að fara með í bæinn og finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera. Við byrjuðum á að fara í Spilavini sem er búð sem kemur á óvart. Ég skil ekki að ég hafi ekki farið þangað fyrr. Þvílíkur kjallari með óteljandi spilum og nóg af borðum og svæðum til þess að spila. Auk þess var þarna flott leiksvæði með búð og fleiru. Við hefðum getað verið þarna allan daginn að spila og leika okkur. En við prófuðum allavega fjögur spil og skemmtum okkur konunglega.

Við kíktum svo í búðina Ólátagarð sem er í sama húsi. En þar var ókeypis föndurhlaðborð. Við misstum okkur alveg í grímugerðinni :)

Við enduðum svo á að fara í Topphúsið til Styrmis og Ævars vísindamanns. En þar var hægt að fikta í slími, leika með sápukúlur og svo auðvitað leika með Makey Makey.

Comment Stream