Óðinn og Frigg
Valhöll
Huginn og Muninn
Geri og Freki.

Hver eru þau og hvaðan komu þau.

Valhöll var höll goðana. Hún var skjöldum þakin, og þar var alltaf partý og matur og bjór. Aðeins þeir dauðlegu menn sem létust í bardaga fengu sæti við borðin og kallast Einherjar. Gölturinn Sæhrímir sér fyrir fæðu fyrir alla og endist að eilífu. Hús Valhallar geta rúmað endalaust marga.

Óðinn er guð guðana, alfaðirinn. Hann er eineygður því hann gaf annað augað fyrir visku úr Mímisbrunni. Hann gengur oft meðal manna í mannslíki, oft dulbúinn sem gamall kall eða flökkumaður. Kona hans er Frigg Fjörgynsdóttir og undan þeim eru allir æsirnir komnir. Frigg getur spáð fyrir örlögum manna. Hestur hans hét Sleipnir og var áttfættur. Geri og freki eru úlfar Óðins, þeim gefur Óðinn af borðum sínum því hann sjálfur þarf engan mat eða drykk. Huginn og Muninn eru hrafnar Óðins og þeir bera honum tíðindi úr mannheimum, allt sem þeir sjá og heyra. Valkyrjur eru stríðskonur Óðins, þær sækja dauðlegar sálir vígamanna og flytja þá til Valhallar.

Comment Stream