Óðinn

Alfaðirinn

Óðinn er faðir allra Ása og er æðstur meðal þeirra.  Hann er guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og skáldskapar.  Hann á tvo hrafna, Huginn og Muninn sem fljúga um allan heim og koma heim í lok dags og bera honum fréttir. Einnig á hann tvo úlfa, Gera og Freka sem fylgja honum og vernda. Hann á konu sem heitir Frigg sem er forspár. Í kaflanum sem við tókum ásakar Gangleri Óðni um að vera nískan t.d. þegar hann spyr hvort að einherjar fái ekki örugglega vín en ekki bara vatn. Seinna lítillækar hann Valhöll og kallar hana litla og oft þröngsetna. Hár segir að þetta sé bara kjaftæði í honum. Gangleri skilur ekki hvernig sé þá hægt að skemmta einherjunum en Hár segir að þeir njóti þess að berjast á daginn og fái að drekka á kvöldin.

Comment Stream