Slóvakía

Hér er Slóvakíski fáninn

Slóvakía er í Austur-Evrópu og  og er 49.035 km2. Höfuðborgin þar heitir Bratisvala. Þau lönd sem að hafa landamæri að Slóvakíu eru Pólland, Tékkland,Ungverjaland, Austurríki og Úkraína. Nú búa þar um það bil 5,5 miljónir manna. Þar reykja  mjög margir og er Slóvakía land nr.12 þar sem að mest er reykt. Þar á undan er :

                             1 Nárú

                             2 Gínea

                             3 Namibía

                             4 Kenía

                             5 Bosnía og Hersegóvína

                             6 Serbía

                             7 Mongólía

                             8 Jemen

                             9 Saó Tóme og Prinsípe

                             10 Tyrkland

                            11 Rúmenía

                            12 Slóvakía.

Í Slóvakíu er fleira vinsælla heldur en reykingar t.d Halusky ( kjötrétttur) og snitsel með súrkáli. Dans, söngur og tónlist er einnig vinsælt.

SAGAN

Eftir 10.öld varð Slóvakía smám saman hluti af Ungverjalandi sem aftur varð hluti af Austurríki-Ungverjalandi. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp vegna fyrri heimstyrjaldar varð Slóvakía hluti af Tékklandi eða réttara sagt Tékkóslóvakíu. Slóvakía lýsti yfir  sjálfstæði árið 1939 að undirlagi Þýskalands en eftir seinni heimstyrjöldina var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar Flauelsbyltingarinnar lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992.

Tungumálið

Í Slóvakíu er töluð slóvakíska. Slóvakíska er náskyld tékknesku og pólsku.

Slóvakíska er opinbert tungumál Slóvakíu en einnig eru minnihlutahópar í Bandaríkjunum, Tékklandi og Ungverjalandi sem að tala líka slóvakísku.

Þetta er slóvakíska stafrófið en takið endilega eftir því að

dz", "dž" og "ch er borið fram sem einn stafur.

a  á  ä  b  c  č  d  ď  dz  dž  e  é  f  g  h  ch  i  í  j  k  l  ĺ  ľ  m  n  ň  o  ó  ô  p  q  r  ŕ  s  š  t  ť  u  ú  v  w  x  y  ý  z  ž

Sum slóvakísk orð eru frekar ólík íslenskum orðum.

Hér eru nokkur smáorð.

halló = ahoj

bless=zbohom

takk=ďakujem

Trúarbrögð

Flestir Slóvakar eru kristnir, aðallega rómversk kaþólskir 60%. Mótmælendur eru aðallega kalvíns- og lúterstrúar. Mikill minnihluti aðhyllist réttrúnaðarkirkjuna og aðra anga kristinnar trúar.

Loftslag og gróðurfar

Landið er að mestu rakt meginlandsloftslag með heitum sumrum og köldum vetrum. Uppi í Karpatafjöllum eru veturnir verri og rigningin meiri en annars staðar í landinu. Á sléttunni í austanverðu landinu eru sumrin hlýrri og ringnig minni. Meðalhiti janúar í Bratislava er –0,7°C og júlí 19,1°C.

Menning

 
Í borginni er miðstöð viðskipta og menningar í landinu. En menningin í Slóvakíu hefur löngum verið í skugga hinnar tékknesku menningar, þó hún hafi lifað sjálfstæðu lífi. Sérstaklega er hér rík þjóðsöngshefð og mörg svæði landsins hafa efnt til kennslu og fræðslu um slóvakískar tónsmíðar. Þjóðarbókhlaða Slóvakíu er í borginni Martin en Þjóðminjarsafnið er að finna í Bratisvala.

Áhugaverðir staðir

Áhugaverðir staðir í Slóvakíu eru t.d. Dóná sem rennur í gegnum Bratislövu, Tatras fjöllin. High Tatras eru fjallgarðurinn á landamærum Slóvakíu og Póllands. Fjöllin hafa 17 fjallgarða.Svæðið er vel þekkt fyrir skíðaíþróttir á veturna.

Stjórnarfar

Í Tékkóslóvakíu árið 1989 tók ný ríkisstjórn við . Václav Havel var kosinn forseti landsins og Slóvakinn Marian Calfa varð forsætisráðherra. Í apríl 1990 samþykkti þingið að skýra  Lýðveldið Tékkland og Lýðveldið Slóvakía. Forsetinn þar núna heitir Ivan Gašparovič

Stærstu borgir

Bratislava er höfuðborg Slóvakíu aðrar borgir eru t.d. Kosice, Presov, Nitra, Zilina og Martin. Bratislava er um 367,661 km. Í gegn um Bratislava rennur áin Dóná. Bratislava er eina höfuðborgin sem liggur að tveimur löndum sem eru Austuríki og Ungverjaland. Í Bratislava búa  um 460.000 manns.  Hér er Bratislava.

Frægt fólk

Martin Skrtel

Hann fæddist 15 desember 1984. Hann hefur æft fótbolta með Liverpool frá árinu 2008.

Adriana Karembeu

Hún fæddist 17 september 1971. Hún er módel og sjónvarpstjarna.

Stan Mikita

Hann fæddist 20 maí 1940. Hann æfði hokký.

Einkennandi landslag

Í mið- og norðurhluta landsins er fjallendi en það er slétt til suðurs.

Atvinnuhættir og auðlindir

Náttúruauðlindir Slóvakíu eru m.a brún kol og surtabrandur og salt. Slóvakía er iðnríki og á aðild að ESB. Þar eru t.d bílaverksmiðjur og olíuhreinsistöðvar. Þeir smíða bíla fyrir þýska og franska bílaframleiðendur.

Comment Stream