England

Liverpool

England er land sem er hluti af Bretlandi. Ábúendur þess eru yfir 83% af íbúum Bretlands. England á landamæri við Skotland í norðri, Wales í vestri og annarsstaðar móta Norðursjór, Írlandshaf, Keltahaf, Bristol-sundog Ermarsund landamæri þess. Höfuðborg landsins er London sem er stærsta þéttbýli Bretlands. England varð að sameinuðu ríki árið 927 og dregur nafn sitt af „Englum“ sem var germanskur ættflokkur sem settist að á 5. og6. öld. England hefur haft veruleg menningarleg og lögfræðileg áhrif á umheiminn og er einnig upphafsstaður enskra tungu.

Liverpool er borg í Merseyside í Norðvestur-Englandi. Hún er fimmta stærsta borg Englands með 466 þús íbúa en á stórborgarsvæðinu búa rúmlega 800 þúsund manns. Borgin var stofnuð 1207 og er helst þekkt fyrir að vera heimaborgBítlanna. Langflestir Íslendingar, sem fluttust til Ameríku á 19. öld, fóru í gegnum Liverpool. Sögulegir staðir í miðborginni eru áheimsminjaskrá UNESCO.

Comment Stream