Sólmyrkvi

🌞🌖🌗🌘🌑🌒🌓🌔🌞

Þann 20 mars 2015 var sólmyrkvi á Íslandi. Það var verulegur deildarmyrkvi og 97,5% af sólinni var hulin í Reykjavík, en á Ausurlandi var 99,4% af sólinni hulin. Öll sólin var hulin á Svalbarða og Færeyjum í almyrkva.

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig sólmyrkvinn gæti mögulega hafa verið.

Almyrkvinn stóð lengst yfir í 2 mínútur og 47 sekúndur á almyrkvasvæðinu, en myrkvinn stóð samtals yfir í 121 mínútur.

Hér fyrir neðan er myndband af því hvernig sólmyrkvinn raunverulega var, séð frá okkar skóla.

Sólmyrkvi verður þegar tunglið fer á milli jarðar og sólar og felur sólina alveg eða að hluta til. Þetta getur aðeins gerst þegar sólin, tunglið og jörðin eru í beinni línu, það kallast raðstaða eða okstaða. Sólmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er heilt, við almyrkva hylur tunglið alla sólina, en við deildar- og hringmyrkva er aðeins hluti sólarinnar hulinn.

Síðasti almyrkvi sem sást hér á Íslandi var þann 1. júlí árið 1954, en árið 2003 var hringmyrkvi og tunglið náði að hylja 94% sólar.

Næst almyrkvi sem sést frá Evrópu verður þann 12. ágúst árið 2026.

En eru til fleiri myrkvar en bara sólmyrkvar?

Já, það eru nefnilega til tunglmyrkar, og hann verður til í raðstöðu, þegar tunglið gengur í skugga jarðar. En tunglið verður að vera fullt. Næsti almyrkvi tungls verður 28. september 2015, en annars er hægt að sjá fleiri tunglmyrkva í Almanaki Háskóla Íslands.

Comment Stream