Kafli 19 í Gylfaginningu

Gangleri (Gylfi konungur) spyr afhverju sumarið er heitt og veturinn kaldur. Hár segir að það viti allir en ef Gangleri er svo vitlaus að vita það ekki þá vill Hár frekar að hann spyrji heimskrar spurningar en að ganga ófróður um. Hár segir Gangleri að faðir sumars heitir Svásuður. Hann er svo lífsglaður að það er alltaf bjart og hlýtt. Faðir vetrar er kallaður Vindlóni eða Vindsvalur Vosaðarson. Þeir feðgar voru grimmir og harðbrjósta og þess vegna er veturinn kaldur.

Comment Stream