Jósep Stalín

Jósef Stalín fæddist árið 1879 í Georgíu, gamla Sovétsambandslýðveldinu. Hann var skírður Joseph Dzhugashvili en tók sér nafnið Jósef Stalín. Stalín varð snemma mjög pólitískur og varð fljótt mjög hrifinn af hugmyndum Karl Marx og Friedrich Engels þ.e. sósíalistma. Stalín var rekinn úr skóla 18 ára gamall því hann hafði átt í samstarfi við svokallaðann Marxishóp (sem var nefndur eftir Karli Marx) í næstum því 4 ár og í 2 ár af þeim fjórum vann hann látlaust að áróðri fyrir verkamannasamtök á vegum þessa hóps, sem stofnuð voru nokkrum mánuðum fyrir brottrekstur hans úr skólanum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum svokallaðs sósíaldemókratísks flokks sem hafði höfuðstöðvar í borginni Tíflis. Þrátt fyrir áhuga á stjórnmálum hafði Stalín þó meiri áhuga á að verða prestur. Sá draumur varð aldrei að veruleika því honum var vikið úr prestaskólanum fyrir ýmiskonar byltingarstarfsemi.

En Stalíin kippti sér ekkert upp við það. Pólitíkin hafði fangað hug hans og hjarta og það var ekki aftur snúið. Í Georgíu framdi hann m.a. bankarán til að afla hópi byltingarsinna fjármagns. Hann gekk í Bolshevikaflokkinn þar sem Lenin var í fararbroddi og árið 1912 var hann orðinn einn af forystumönnum flokksins. Stalín var þó ekki einn af lykilmönnunum í valdatöku Bolshevikaflokksins árið 1917 þó að hann hafi verið miklvægur innan flokksins, en lét þó fljótlega af sér kveða. Árið 1922 var hann gerður að aðalritara Framkvæmdarnefndar, embætti sem var ekki mjög eftirsóknarvert á þeim tíma en engu að síður sá grunnur sem hann byggði síðar á því að með þessu embætti gat hann beytt “hreinsunum” innan flokks síns sem að hann nýtti sér óspart til að ná völdum innan flokksins eftir dauða Lenín. Þetta ár réði úrslitum um það að hann yrði formaður Bolshevikaflokksins. Hann var á þessum árum álitinn dyggur og ákafur flokksmaður sem hugsaði mest um velferð flokks síns og Sovíetríkjanna. Þó að hann var mjög hliðhollur stefnu flokksins í þjóðernismálun sýndi hann þó oftar en einu sinni “stórrússneskan” hrottaskap. Sem dæmi um það voru hreinsanirnar.

Comment Stream