Kafli 14

Kafli 14:

Gangleri spyr hvað Alföður (Óðinn) gerði við Ásgarð
Hár svarar honum og segir: Í upphafi setti hann stjórnarmenn í sæti og bað þá að dæma með sér örlög manna og ráða um skipun borgarinnar. Í Ásgarði er Iðavöllur í miðri borginni. Hann vildi gera (gerði) hof fyrir alla æstu guðina og það átti að vera úr gulli og heita Glaðsheimar.
Síðan var gerður annar salur sem var fyrir allar gyðjurnar og það "hús" var kallað Vingólfur og var mjög fallegt.
Því næst bjuggu þeir til alls kyns verkfæri og smíðuðu gull. Þeir smíðuðu gull því öll húsgögn og reiðgögn áttu að vera úr gulli, þarna var gullöldin við lýði en svo komu konurnar frá Jötunheimum og þá spilltist allt.
Dvergarnir urðu til úr Ými en hafa þó mannvit og eru í mannlíki. Móðsognir var æðstur og annar Durinn.

Comment Stream