21. Kafli - Þór

Hár svarar spurningu Gylfa um aðra merka ása og hvað þeir hefðu gert og segir honum frá Þór. Hann er kallaður Ásaþór eða Ökuþór og er sterkastur allra guða og manna. Þór á höll sem heitir Bilskirnir. Þór á tvo hesta sem heita Tanngnjóstur og Tanngisnir. Þór á þrjá gripi, mjöllnir, megingjarðir og járngljófar. Mjöllnir er hamarinn hans sem bergrisar þekkja þegar hann kemur. Megingjarðir er belti sem gerir hann helmingi sterkari. Járngljófar eru hanskar sem hann notar þegar hann er með hamarinn. Hár segir að það muni líða á löngu þar til hann gæti sagt Gylfa frá öllu því merka sem hann veit að Þór hefur gert.

Comment Stream