6. Kafli

Gylfagynning

Gangleri spyr Hár hvar Ýmir byggði og á hverju hann hafi lifað. Hár svarar að þar sem hrímið draup var kýr sem hét Auðhumla, og það runnu fjórar mjólkurár úr spenum hennar og það var hún sem fæddi Ými (gaf honum að borða).
Þá spyr Gangleri: Við hvað fæddist kýrin? (Á hverju lifði kýrin)
Þá segir Hár: Hún sleikti hrímsteina sem voru saltir. fyrsta daginn sem hún sleikti kom út úr hrímsteini mannshár, annan daginn kom út mannshöfuð og þann þriðja kom maðurinn allur. Hann var fallegur, mikill og máttugur og hét Búri. Hann gat son sem var skírður Bor. Bor eignaðist síðan konu sem hét Bestla og var dóttir Bölþorns jötuns og eignuðust þau þrjá syni saman (Bor og Bestla) . Þeir fengu nörfnin Óðinn, Vilji og Vé. Ég held að Óðin og bræður hanns munu verða stýrendur himins og jarðar.

Comment Stream