Nýrómantík

1900-1930

Nýrómantík í bókmenntum spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. Aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma sem bar mikið á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti afturhvarf til rómantísku stefnunnar frá því um 1800.

Með tilkomu nýrómantíkur færist áherslan frá ytra umhverfi til innra lífs einstaklingsins og tilfinninga hans. Sterkar tilfinningar og miklar andstæður eru einkennandi fyrir nýrómantískan skáldskap og þar má oft finna bæði mikla gleði og djúpstæðan harm. Þjóðernishyggja, borgarleiði, fegurðar- og frelsisþrá eru áberandi, en einnig birtist þar hetjudýrkun og bölsýni. Orðfærið er yfirleitt meitla og myndmál er ákaflega sterkt. Einn af hlstu áhrifavöldum nýrómantísku stefnunnar var þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzshe og þá sérstaklega kenningar hans um ofurmennið.

Í útlöndum gekk nýrómantíska stefnan undir heitinu symbolismi sem hefur verið þýtt táknsæi. Eitt aðaleinkenni nýrómantíkur var þessi ríka tilhneiging skálda til að nota mikið af táknum fyrir tilfinningar sínar og reynslu eða hugljómun.

Rómantík er í fyrirrúmi, einkum þjóðernishyggja og það er það sem gerir nýrómantíkina frábrugðna rómantík 19. Aldar. auk háfleygra tákna er áherslan á hina hreinu ljóðrænu þar sem ljóðmálið er endurnýjað og fágað ásamt hugleiðingum um hið ómeðvitaða, órökvísa og dulúðga í mannsálinni. Mörg nýrómantísk skáld steyptu sér í bölsýni og þunglyndi enda hörmungar stríðs hvar sem litið var í Evrópu.

Flest skáldin tjáðu sig gegnum ljóðformið, ljóð þeirra endurspegluðu þrá eftir lífsnautn, frelsi og fegurð en andstæðurnar dauðu, höft, sorg og óhugnaður sóttu á og mynduðu frjóa togstreitu í bestu nýrómantísku ljóðunum.

Ljóð nýrómantískra skálda á tímum angurværðar. 1900-1930 eru hefðbundin, stíllinn er margorður og málfarið upphafið; það er hátíðlegt og fallegt og skrúðmælgi áberandi.

Comment Stream