Fyrri Heimstyröldin

Fyrri heimsstyrjöldin  var mannskætt stríð sem geysaði í Evrópu í fjögur ár. Stríðið hefur verið nefnt „stríðið mikla“ og „stríðið sem enda átti öll stríð“. Sá atburður sem miðað er við að marki upphaf stríðsins var morðið á Frans Ferdinand erkihertoga og ríkisarfaAusturríkis í Sarajevó þann 28. júní 1914. Átök hófust í ágúst 1914 og breiddust hratt út. Þegar upp var staðið lágu um tíu milljónir manna í valnum, um tuttugu milljónir höfðu særst og ótal manns misst heimili sín og lifibrauð. Stríðinu lauk með uppgjöf Þjóðverja 11. nóvember 1918. Að stríðinu loknu funduðu fyrrum fjandmenn í Versölum í Frakklandi hvar Versalasamningurinn var gerður.

Comment Stream