Fræðsluöpp

Fyrir það fyrsta er ekki endilega mjög sniðugt að mjög ung börn séu hangandi sjálf í spjaldtölvum, þótt það sé í þroskandi öppum. Mjög oft er betra að nota app sem krefst meiri sköpunar, app sem notandinn stjórnar en stjórnar ekki notandanum.

Þannig má t.d. nota spjaldtölvuna sem ögn hraðvirka og magnaða leið til að teikna eða skrifa. Þar má láta börn teikna frjálst, skrifa nafnið sitt eða gera hvaðeina annað. Allt gerist mjög hratt og auðvelt er fyrir þau að halda sköpuninni áfram seinna á pappír eða með öðrum miðlum. Flott svona forrit er Carl Laser Draw. Það er mjög litskrúðugt og það koma skemmtileg hljóð þegar barnið teiknar.

https://itunes.apple.com/us/app/carl-laser-draw/id...

Það sem tækin gera er að þau geta sameinað nokkta miðla og ef foreldri eða systkini bætir einni vídd við er útkoman stundum algjörlega frábær. Sem dæmi um það eru sögubækur sem blanda tónlist við myndabækur. Foreldrar geta þá endursagt sögurnar á íslensku ef þeir treysta sér til.

Ein verulega skemmtileg svona rétt fyrir jól er um Hnotubrjótinn þar sem börnin eru kynnt fyrir söguþræðinum og tónlistinni úr ballettnum.

The Nutckracker Musical Storybook

https://itunes.apple.com/us/app/nutcracker-musical...

Síðan eru öpp eins og Play Kids

https://itunes.apple.com/us/app/playkids-videos-ed...

sem blandar saman tónlist, myndböndum og allskyns skapandi verkefnum. Mjög skemmtilegt og þroskandi.

Sumir hafa sérhæft sig í þroskandi öppum fyrir börn. Einna fremst í flokki er Toca Boca sem býður upp á mikið úrval:

http://tocaboca.com/

Svo eigum við okkar eigin, íslensku öpp. Gebo Kano  hamast við að búa til íslensk öpp fyrir skapandi starf með börnum.

http://gebokano.com/

og svo er það Lærum og leikum með hljóðin.

http://laerumogleikum.is/

Til eru myndræn öpp eins og Dragon Box Algebra sem kennir krökkum frumatriði í algebru (og upp í nokkuð flókna reikninga) með því að láta þau rækta sinn eigin dreka:

http://www.dragonboxapp.com/

Factor Samurai kennir börnum að þátta tölur (sem er gríðarlega mikilvægt í stærðfræði í elstu bekkjum grunnskóla og byrjun framhaldsskóla). Mjög ung börn geta auðveldlega lært það.

https://itunes.apple.com/us/app/factor-samurai-mul...

Börn sem eiga erfitt með orðadæmi en kunna ensku eða vinna með foreldrum eða systkinum geta lært mjög merkilegar aðferðir við að leysa þau, sem og almenn brot og fleira með því að nota stærðfræðiöpp sem byggja á singapúrsku aðferðinni.

Hér er eitt. En svo er hægt að leita bara að „Singapore math“

https://itunes.apple.com/us/app/singapore-math-bar...

Ef börn eiga í erfiðleikum með utanbókarlærdóm, t.d. margföldunartöfluna eða bóklegar greinar, er hægt að nota Zondle. Það fléttar saman nám og leik með aðferðum sem eru taugafræðilega rannsakaðar. Þar inni er líka yfirlit yfir árangur, hvatakerfi og ýmislegt fleira. Það er til sem app en á bak við það er vefur, þar sem foreldrið getur skráð sig sem kennara og sett barninu fyrir verkefni og verðlaunað það þegar það stendur sig vil.

Zondle.com

Eins eru fjölmörg öpp sem kenna margföldun og þvíumlíkt til.

Svo eru til allskyns þroskaöpp fyrir pínulítil börn. Til dæmis Tiny Hands:

https://itunes.apple.com/us/app/tinyhands-towers-1...

Svo getur verið gaman að vekja til lífsins dauðar ljósmyndir með Morfo

http://www.morfoapp.com/

Svo eru til mjög flott öpp um líkamann hja´Tinybop

http://tinybop.com/apps/the-human-body

Svo er flott að leyfa börnum að sjá hvernig hjartað lítur út innst sem yst og hvernig það virkar með Virtual Heart:

https://itunes.apple.com/us/app/virtual-heart/id50...

Barefoot World Atlas kennur börnum á heiminn.

https://itunes.apple.com/us/app/barefoot-world-atl...

Þau geta svo farið í Google Earth þegar þau eru aðeins eldri

https://itunes.apple.com/us/app/google-earth/id293...

Annars er mikilvægt að slökkva á Multitasking í stillingunum ef um mjög ung börn er að ræða svo þau fletti sér ekki alltaf leið burt úr forritinu. Eins er hægt að læsa forritum og slökkva á þeim svæðum sem auglýsingar eru á með því að þrísmella á heimatakkann.