Evrópureisa

Lilja Karen

Skylduverkefni í Verkefni 3

1. Skylduverkefni Þú ert að fara í bakpokaferðalag um Evrópu með vini þínum eða vinkonu. Verkefni þitt er að skipuleggja það ferðalag og búa til stutta kynningu, má vera myndband, hakidu, pages, keynote powerpoint eða bara hvað sem þér finnst vera þægilegast, þar sem þú segir frá skipulagi ferðarinnar þar sem þú byrjar og endar á Keflavíkurflugvelli.

Ferðin sjálf

Ég flaug frá Keflavíkurflugvelli til Alesund í Noregi. Ég var þar bara í tvo daga, aðalega vegna þess að ég hef komið þangað áður og ég þurfti bara að taka mér smá göngutúr og fjallgöngu í náttúrunni þar sem mér finnst svo falleg. Næst fór ég til Svíþjóðar, ég var þar í þrjá daga hjá ættingjum mínum þar og þaðan fór ég með lestinni til Hollands. Ég var í Hollandi í viku, eyddi mest tímanum mínum þar í að rölta um að skoða menninguna og fór á Önnu Frank safnið sem mig hafði lengi dreymt um. Mig hafði líka dreymt um að sjá söfnin í Þýskalandi af útrýmingabúðunum og slíkt annað sem gerðist á þeim tíma svo ég stoppaði þar næst með lestinni og var þar aðeins í tvo daga.

Frá Þýskalandi fór ég til Frakklands og eyddi þremur vikum þar. Fyrst fór ég til Parísar og var þar í þrjá daga, einungis til að skoða fræga Eiffel turninn, borða góðan franskan mat og rölta um á kvöldin í borginni. En mér finnst líka sveitabæjirnir í Frakklandi áhugaverðir og eyddi restinni af tímanum að flakkast á milli þar að skoða um.

Þaðan fór ég til Sviss. Mig hefur alltaf langað til að prófa fara í Sviss, enda góð súkkulaðiframleiðsla þar og ég er mikill áðdáendi Sviss Miss. En líka vegna þess að mig langar að skoða betur menninguna þar eins og í Hollandi.

Næst fór ég til Ítalíu og eyddi tveimur vikum þar. Mig hefur alltaf langað til að smakka ekta ítalskan mat og sjá Venice og Róm. Frá Ítalíu fór ég til Austuríkis. Það var gaman að geta aðeins komist í kuldann, farið á skíði og fengið sér heitt kakó að góðri ástæðu.

Leiðarendi ferðarinnar var Grikkland, mín drauma borg til þess að búa í. Blái tæri sjóinn heillar mig mjög og þar að meðal menningin og byggingarústirnar frá foröld. Ég eyddi þremur góðum vikum í Grikklandi að flakka á milli eyja, skoða um, fara í köfun, sigla, gönguferðir og fallhlífarstökk.

Það næsta sem ég stefni á er að fara í roadtrip um Ameríku, heimsækja Grænland (aðalega fyrir ljósmyndun), fara í heimsreisu til Eyjaálfu og Asíu og komast í sjálfboðastarf í Afríku.

Ég er ekki mikið fyrir að sjá New York eða aðrar borgir, ég er meira fyrir þessa litlu óþekktum smábæjum sem geta alltaf komið manni á óvart. Ég væri alveg til í að ferðast meir í Evrópu og heimsækja löndin sem eru ekkert sérstaklega frægir ferðamannastaðir því ég tŕúi að það sé alltaf eitthvað áhugavert í öllum löndum til þess að sjá eða upplifa.

Kostnaður (miðað við 2 fullorðna)

Flug

1. Apríl kl 12:10 er farið til Alesund í Noregi með norsku flugfélagi. Lendingin var kl 23:30.Verð = 13.964 kr á mann
Lest: Interrail, fer í 30 lönd, tók einn mánuð með tveimur fullorðnum samtals 143 þús.

Hótel

Farangur

Lítil taska fyrir skoðunarferðir

Myndavél + Batterí/Hleðslutæki

Vatnsþétta poka til þess að hlífa bakpokunum þegar það rignir

Lyf og aðrar nauðsynjir ef eitthver meiðist

Afrit af öllum pappírum, vegabréfi, flugmiðum og mikilvægum símanúmerum.

Vasaljós (eða höfuðljós), hengilás og vekjaraklukku.

GSM síma (samskipti, tónlistarspilari, reiknivél, vekjaraklukka,vara myndavél)

Leiðsögubækur sem eiga við hverju sinni

Föt í hæfi við allskyns veður og lítil regnhlíf sem kemst fyrir/ regnsjal.

Góða og létta gönguskó

Öryggisbox eða góðan leyni vasa til að geyma öll gögn og pening

Sundföt og lítið handklæði ásamt öðrum nauðsynjum eins og tannbursta, hárbursta eða slíkt.

Comment Stream