Adolf Hitler
(1889-1945)

Uppruni Hitlers

Adolf Hitler var fæddur í Austurríki og kom úr miðstéttarfjölskyldu. Adolf lauk skólagöngu sinni 16 ára gamall án þess að taka lokapróf. Hann langaði til að læra myndlist. Hann sótti um skólavist bæði í listakademíu og arkitektaskóla í Vínaborg. En próflaus komst hann ekki inn. Hann stóðst ekki heldur veklegt inntökupróf. Hann aflaði sér tekna með því að selja póstkort og málverk. Hann skráði sig sem sjálfboðaliða í München árið 1913 þegar að fyrri heimsstyrjuöldin braust út. Fyrir hugrekki í bardögum fékk hann járnkrossin. Þegar að Versalasamningurinn var samþykktur fannst Hitler eins og að Þýskaland hefði verið svikið og vildi hefnd.

Valdaránstilraun Hitlers

Hitler varð formaður Hins þjóðernissólíska þýskra verkamannaflokks (líka þekktur sem nasistaflokkurinn) árið 1921. Árið 1923 komu Hitler og einkaher flokksins, Aturm-Abteilung, saman á bjórstofu í München og svo fóru þeir og þrömmuðu í gegnu götur bæjarins. Þeir ætluðu að ná völdum í fylkinu Bayern en valdaránstilraunin misheppnaðist og Hitler fór í fangelsi í sex mánuði og nasistaflokkurinn var bannaður. Á meðan hann var í fangelsi skrifaði hann bókina Mein Kampf. Hún var upphafið að hugmynafræði nasistmans.

Nasistaflokkurinn snýr aftur

Eftir að Hitler var slept úr fangelsi, þann 4. janúar 1925 fór hann á fund með forsætisráðherra Bavaríu og það var ákveðið að nasistaflokkurinn myndi vera afbannaður. Eftir vel heppnaða kostningarbaráttu varð nasistaflokkurinn stærsi flokkurinn í ríkisþinginu árið 1932. 30. janúar 1933 varð Hitler ríkiskanslari. Hitler ákvað að halda nýjar kostningar eftir það og vildi reyna að fá enn fleiri atkvæði. Á meðan á kostningarbaráttunni stóð var kveikt í ríkisþingbyggingunni. Nasistarnir nýttu þetta og kenndu kommúnistaflokkinn um það. Komúnistaflokkurinn var bannaður og leiðtogar hanns fangelsaðir. Nasistarflokkurinn fékk 44% atkvæðanna í kostningunum og þingmönnum var ógnað þangað til að þeir veittu Hitler takmarkalaus völd í fjögur ár. Hann bannaði alla aðra flokka og varð einræðisherra.

Seinni heimsstyrjöldin

Hitler hafði það markmið að sameina allt þýskumælandi fólk í Evrópu í eitt ríki. 1938 lagði hann undir sig Austurríki og skömmu seinna Tékkóslóvakíu. Fyrsta september 1939 réðst Hitler inn í Pólland og þar með hófst seinni heimsstyrjöldin. Þjóðverjar lögðu undir sig Holland, Belgíu og Frakkland í vestri. Danmörk og Noreg í norðri og komust alveg að Mosku í austri áður enn það tókst að stöðva framsókn þeirra. Hitler lét koma  á fót útrýmingarbúðum til að drepa gyðinga og fleiri þjóðbrot sem að hann taldi óæðri t.d. rómarfólk. Talið er að allt að 6 milljónir hafi verið drepnir í útrýmingarbúðum. Rússar náðu yfirhöndinni á austurvígstöðunum 1943 og byrjuðu að hrekja Þjóðverja til baka. Bandamenn hófu gagnsókn á vesturvígstöðunum  6. júní 1944.

Endalok Hitlers

Á seinustu dögum seinni heimsstyrjuöldinnar í Evrópu réðust herir Vesturlandanna og Sovétríkjanna inn í Þýskaland, sinn hvorum megin. Þjóðverjar urðu fyrir loftárásum og margir óbreittir borgarar fengu að þjást. Konum var nauðgað og svo kom gífalegur eldsvoði og 120.000 manns fórust. Adolf Hitler skaut sig í Berlín 30. apríl 1945. Konan hanns, Eva framdi sjálfsmorð með honum. Þann 7. maí 1945 gáfust Þjóðverjar upp og stríðinu í Evrópu var lokið.

Heimildarskrá

Synnøve Veinan Hellerud, Ketil Knutsen og Sigrid Moen. Styrjaldir og kreppa Bls 84-114.

http://en.wikipedia.org/wiki/Adolf_Hitler

http://en.wikipedia.org/wiki/Death_of_Adolf_Hitler