Heimdallur

Heimadallur er oft kallaður hvíti ás. Hann var mikill og heilagur. Hann átti hvorki meira né minna en 9 mæður og voru þær allar systur.

Heimadallur átti hest að nafni Gulltoppur og bjó hann á Himinbjörg við Bifröst. Hann var vörður goða og situr við enda himinsins að gæta brúarinnar fyrir bergrisum.

Hann var talinn þurfa minni svefn en fugl og getur séð jafn skýrt á næturnar sem á daginn. Hann var með góða heyrn eða heyrði grasið og ull kinda vaxa.

Hann átti lúður sem hét Gjallarhorn og heyrðist blástur þess um allan heim og sverðið hans hét höfuð. Hér er svo sagt:

Himinbjörg heita,
en þar Heimdall kveða
valda véum;
þar vörður goða
drekkur í væru ranni
glaður hinn góða mjöð.

Og enn segir hann sjálfur í Heimdallargaldri:

Níu em eg mæðra mögur,
níu em eg systra sonur.

Comment Stream