Hvað er einelti?

Einstaklingur sem lagður er í einelti verður fyrir neikvæðum verknaði eins eða fleiri einstaklinga yfir ákveðið tímabil.

Einelti er:

  • Árásarhneigð eða illa meint hegðun.
  • Endurtekin neikvæð hegðun.
  • Ójafnvægi í styrkleika (stærri/minni, eldri/yngri, sterkari/veikari).

Við störfum samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti. Öllum meðlimum skólasamfélagsins, þ.e. starfsmönnum, nemendum og foreldrum, ber að taka þátt í baráttunni gegn einelti.