Húðin og stoð- og hreyfikerfið


Húðin

  • Húðin verndar líkamann fyrir hnjaski, sólinni og fleiru, hún stjórnar líka líkamshita og vökvajafnvægi líkamans.

Húðin skiptist í undirhúð, leðurhúð og húðþekja (yfirhúð). Ysta lag húðarinnar er húðþekja og er um 0,1 mm á þykkt en veitir samt mikla vörn t.d. á iljum og í lófum. Leðurhúð er um 1-4 mm á þykkt og gefur húðinni styrk og teygjanleyka. Fitu og svitakirtlarnir eru einnig í leðurhúðinni. Undirhúðin geymir fitu í fitufrumunum sem verndar okkur fyrir höggum og kulda.

Svitakirtlarnir í líkamanum halda líkamshita okkar í kringum 37 gráður en æðarnar hjálpa líka til, þegar líkaminn er heitur þá víkka æðarnar og meira blóð flæðir um líkamann og húðin losar sig við meiri varma með uppgufun. Ef okkur verður kalt þá þrengjast æðarnar og þá minkar varminn.

Sortuæxli er hættulegasta tegund af húðkrabbameini og það myndast útaf of mikið að sólböðum. Á hverju ári greinast um 50 Íslendingar með sortuæxli.


Beinagrindin

  • Beinagrindin verndar heilann, hjartað, lungun og fleiri líffæri. Beinin eru hörð og þétt að utan en að innan eru þau mjúk og frauðkennd.

Innan í beinunum er rauður og gulur beinmergur. Í rauða beinmergnum eru öll rauðkorn og hvítkorn en í hvíta beinmergnum er aðalega fita. Beinhimnan klæðir beinin að utan og í henni eru æðar sem sjá beinunum fyrir næringarefnum og súrefni.

Liðamótin sjá til þess að við getum hreyft okkur og eru mismunandi að gerð. Í kúlulið þá geta beinin hreyfst í allar áttir eins og t.d. mjaðmarliðurinn. Í hjörulið þá geta beinin bara hreyfst í einum fleti eins og t.d. í fingrum og tám. Í hverfilið þá snúast beinin bara hvort gegn öðru eins og t.d. höfuðið.

Hryggþófarnir eru á milli hryggjarliðanna og þeir gefa eftir við högg og álag og snúa upp á hrygginn að vissu marki. Ef við lyftum of þungu eða ekki rétt þá getur hluti hryggþófa farið út milli hryggjarliðanna og þrýst á taug þá myndast brjósklos og veldur miklum bakverkjum.

Vöðvar

  • Þegar við erum í fýlu þá notum við um 72 vöðva en þegar við brosum þá aðeins 14 vöðva.

Í líkamanum eru þrenns konar vöðvar: rákóttir vöðvar, sléttir vöðvar og hjartavöðvi. Rákóttir vöðvar eru festir á beinin og við getum þá hreyft mismunandi líkamshluta þegar vöðvarnir dragast saman. Sléttir vöðvar ýta fæðunni áfram í maganum án þess að við verðum vör við það. Hjartaðvöðvi stjórnar samdrætti hjartans með sjálfvirkum rafboðum.

Með fram vöðvafrumunum eru margar grannar æðar sem sjá frumunum fyrir glúkósa og súrefni. Við bruna í frumunum losnar orkan úr glúkósanum með hjálp súrefnisins. Við áreynslu þá taka vöðvarnir upp meira súrefni úr blóðinu og fjölgar þá hvatberunum þar sem bruninn fer fram, eftir fjölda hvatbera í vöðvafrumum getur þeir þrefaldast eftir langa og stífa þjálfun. Þannig fá vöðvafrumurnar aukna orku og þolið batnar.

Ef við reynum of mikið á vöðvana þá fá þeir ekki nóg af súrefni með blóðinu. Vöðvarnir verða þá fyrir súrefnisskorti og í þeim myndast mjólkursýra. Ef þú hvílir þig fá vöðvarnir nægilegt súrefni á ný og mjólkursýran hverfur úr þeim. Harðsperrur sem við fáum stundum eftir þjálfum kemur útaf við höfum reynt of mikið á vöðvanna og vöðvafrumurnar skemmast þá tímabundið. Ef við hitum vel upp fyrir æfingar og teygjum vel á þá er ekki eins miklar líkur á að við fáum harðsperrur.

Comment Stream