Aztekar, Inkar og Majar

Inngangur

Fyrir þúsundum ára fluttust menn fyrst til Mið-Ameríku og landsvæðanna við Andesfjöllin í Suður-Ameríku. Þeir settust þar að og tóku upp landbúnað. Í Mið-Ameríku var það Majafólkið sem sköpuðu öflugustu menninguna á árunum 250 til 900 e. Kr. Á 12. öld fluttust Aztekar suður á bóginn og byggðu upp sína stórfenglegu höfuðborg í Mið-Mexíkó. Síðar kom annar þjóðflokkur sem byggði upp mikilfenglegt stórveldi, en það voru Inkar. Evrópumenn vissu lítið um þá en á 16. öld sigldu spánverjar til Mið- og Suður-Ameríku og lögðu þessi menningarsvæði í rúst.

Majar

Búskapur Maja

Flestir Maja voru bændur og starfshættir þeirra og vinnuaðferðir fóru eftir staðháttum. Í regnskógunum þurfti fólk að höggva og svíða landið, en þeir sem bjuggu á opnu þurrlendi urðu að finna leiðir til að vökva akra sína. Majar höfðu hvorki hesta né uxa svo að þeir urðu sjálfir að taka á sig mikil erfiði. Karlar og stálpaðir drengir unnu flest bústörfin á meðan konurnar sinntu heimilinu og börnunum.

Ritlist Maja

Mikill fróðleikur um Maja hefur varðveist af því að þeir þróuðu hjá sér ritlist í myndletri. Þeir bjuggu til bækur og skáru áletranir í veggi bygginga og minnismerki. Þegar að Spánverjanir komu eyðilögðu þeir megnið af þeim. Majar höfðu sitt eigið talnakerfi. Til að skrá tímasetningar notuðu þeir tvenns konar almanök sem gáfu mismunandi nöfn á hverjum degi, en féllu svo saman í eitt á 52 ára fresti.

Trúarbrögð Maja

Majar trúðu að í öllum hlutum í ríki náttúrunnar byggju andar sem hefðu ósýnilega krafta. Þeir tilbátu marga guði sem birtust í líki manna eða dýra. Þeir tilbáðu sólguð sem að færi yfir jörðina á daginn og hyrfi undir yfirborð jarðar á nótunni. Þeir trúðu líka að jörðinn væri bakið á risavaxinni skjaldböku.

Samfélag Maja

Stjórnendur hjá Majum bjuggu í höllum úr steini, nálægt trúarmiðstöðvum borga sinna, ásamt hirðmönnum og þjónustufólki. Þeir voru einráðir yfir þorpum og ræktarlöndum í nágrenninu. Fangar sem þeir hertóku í velheppnuðum orrustum, sáu þeim fyrir aukalegu vinnuafli sem og blóði til að gleðja guði þeirra.

Aztekar

Upphaf Azteka

Í öndverðu voru Aztekar kynkvísl umflakkandi veiðimanna er nefnust Mexíkar og áttu heima í norðurhluta núverandi Mexíkó. Á 12. öld tók þessi stríðsglaði flokkur að flytjast suður í Mexíkódalinn. Þá gerðist það samkvæmt goðsögn hjá Aztekum að aðalguð þeirra, Huitzilopochtli, sagði þeim að líta eftir sérstöku tákni - erni sitjandi á kaktus - og setjast þar að sem slíkt bæri fyrir augun. Árið 1325 fundu þeir það og settust að á mýrlendri eyju úti í Texcovanti.

Trúarbrögð Azteka

Aztekar trúðu að veröldinn sem að þeir lifðu í væri fimmta veröldinn og að hinar hefðu eyðilagst út af villidýrum, stormum, eldi og flóðum. Þeir trúa líka að sú fimmta myndi farast í jarðskjáltum. Þeir trúðu að veröldinni væri stjórnuð af guðum og gyðjum sem  þyrtu að fá mannablóð til að styrkja sig og til að halda jafnvægi.

Hættir og helgisiðir Azteka

Samfélag Azteka byggðist upp af fjórum stéttum, yfirstétt, alþýðustétt, ánauðugum bændum og þrælum. Yfirstéttar- og alþýðumenn tilheyrðu tilteknum ættflokkum. Alþýðumenn störfuðu sjálfir á jörðun sínum á meðan yfirstéttin lét ánauðuga bændur gera verkin. Flestir þrælanna voru fólk sem lent hafði verið í erfiðleikum. Hægt var að selja menn í þrældóm vegna skulda eða ef þeir voru gripnir við þjófnað.

Inkar

Greftunarsiðir Inka

Inkar höfðu mikla virðingu fyrir þeim dánu og voru því greftunarsiðir þeirra bæði flóknir og umfangsmiklir. Til fjalla voru lík sett í hella og klettaskot og sum voru jafnvel flutt langt upp fyrir snjólínu og upp á fjallstinda. Á láglendi var venjulegt fólk jarðað í gröfum sem teknar voru í sendinni jörð. Efnafólk fékk sérstök grafhýsi.

Trúarbrögð Inka

Trúarbrögð voru afar mikilvæg í daglegu lífi hjá Inkum. Þeir trúðu að veröldin hafði verið sköpuð af guði sem nefndist Viracocha. Hann hafði skapað mannkynið úr steini og hann skapaði líka alla aðra guði. Prestar voru mikilvægir í daglegu lífi, því að þeir réðu yfir sérþekkingu til að segja um ókomna atburði.

Búskapur Inka

Inkar voru afar snjallir bændur. Með áveitunarræktun breyttu þeir þurru og bröttu fjalllendi í slétta og frjósama akra. Sérhver kvæntur maður fékk úthlutað landspildu sem var nægilega stór til að framfleyta nánustu fjölskyldu hans.

Mannlíf til fjalla

Margir Inkar bjuggu hátt til fjalla. Þeir höfðu búskap og verslanir og þeir höfðu þróað fullkominn áveitukerfi.

Stórveldi Inka

Um 1100 e. Kr. voru Inkar aðeins einn af mörgum smáum þjóðflukkum í Andersfjöllim. Samkvæmt arfsögn nefndist fyrsti keisari þeirra Manko Quapaq, of eftirmaður hans tók titilinn Sapa Inca eða Foringinn eini. Sex aðrir keisarar ríktu áður en Pachacuti kom til valda árið 1438. Þá stóð yfir valdarbarátta innan keisarafjölskyldunnar, en Pachacuti tókst að sameina ríkið á ný.

Árás Spánverja

Árið 1519 sigldi lítill skipsfloti frá Kúbu í átt til meginlandsins, þar sem nú er Mexíkó. Menning Azteka, sem Hernando Cortés og menn hans hittu fyrir, vakti mikla furðu þeirra. Á tveimur árum hertóku þeir æviborgina Tenochitlan. Um það leiti var mótspyrna Azteka úr sögunni. Árið 1528 komst Francisco Pizarro í snertingu við Inkana og árið 1542 höfðu spánverjar sett upp höfuðborg sína Mérida í kjarnalandi Majaþjóðarinnar á Ýúcatanskaga. Hertakan hafði verið hröð, grimmileg og algjör. Spænsku landvinningamenn báru líka sjúkdóma sem að drápu allt að tvo þriðju af fólkinu á sumum landsvæðum.  Miklum ríkjum með þrenns konar mismunandi hámenningu var að eilífu kollvarpað.