Stoðkerfið

Vernd, styrkur og hreyfigeta

Stoðkerfið samanstendur af öllum vöðvum, sinum og beinum líkamans.

Beinagrindin

Beinagrindin er alls gerð úr rúmlega 200 beinum og þau eru um einn fimmti af þyngd líkamans. Það er þar á meðal beinagrindinni að þakka að við getum staðið upp og hreyft okkur. En það er ekki eina starfið sem hún gegnir, heldur verndar hún heilann, hjartað, lungun og enn fleiri líffæri.

En í beinunum eru geymd ýmisleg mikilvæg steinefni, þar á meðal kalk og fosföt. Steinefnin eru svo flutt með blóðinu þegar líkaminn þarfnast þeirra.

Beinin eru af mörgum stærðum og gerðum. Löng, pípulaga bein eru í handleggjum og fótum og þau kallast leggir. Flöt bein, eru meðal annars herðarblöðin og mjaðmabeinin. Í liðamótum sem úlnliðum og handarbaki eru stutt, og teningslaga bein. En hryggjarliðirnir eru dæmi um bein sem hafa óreglulega lögun.

Bein eru hörð og þétt að utan en mjúk og frauðkennd að innan. Þetta gerir beinin bæði létt og sterk. Inni í beinunum er ýmist gulur eða rauður beinmergur.

Comment Stream