Fyrsta heim styrjöldinn

(Fyrsta nútíma styrjöldinn)

Í ágúst árið 1914 lögðu þúsundir af eftirvæntingarfullum ungum mönnum af stað í Berlín. Þetta voru þýskir hermenn sem áttu að berjast við Frakka og Breta:Þeir voru vissir um skjótan sigur. Keisarinn hafði sagt að þeir yrðu komnir heim aftur áður en laufið félli af trjánum. í Bretlandi voru menn alveg eins bjartsýnir. þegar stríðið braust út hvatti varnarmálaráðherran, Kitchener lávarður unga karlmenn til að skrá sig sem sjálfboðaliða í herinn. Hann vonaðist eftir að fá 100000 sjálfboðaliða en á þremur vikum skráði sig 500.000. Ungir bretar vildu fara og berjast við þjóðverja, tryggja sigur og öðlast heiður. Þeir bjuggust við að verða komnir heim fyrir jól. þannig fór það ekki. Laufið féll af trjánum í fimm ár í röð áður em styrjöldinni lauk. Og flestir hermennirnir sem lögðu af sað árið 1914 komu aldrei til baka. Þeir lágu eftir í hermannakirkjugörðum Frakklands.

Hvernig hún byrjaði

Stórveldin í Evrópu litu á hvert annað sem keppinauta. Frá því um 1870 kepptu þau sérstaklega um að verða sér úti um nýlendur í Afríku og Asíu. Kapplaupið um nýlendurnar leiddi til margs konar deilna á milli Evrópuríkja. Ríkin kepptu líka um að framleiða og selja sem flestar vörur. Bretland iðnvæddist fyrst og þess vegna höfðu Bretar lengi forystu í keppninni um að framleiða sem mest að iðnaðarvörum. En undir lok 19. aldar tóku Þjóðverjar forystina og fóru að framleiða meira af iðnaðarvörum en Bretar: Bretar,Frakkar og Rússar höfðu allar áhygjur af því að Þýskaland var skyndilega orðið voldugt ríki í miðri Evrópu. Frakkar voru líka bitrir yfir því að þjóðverjar höfðu unnið af þeim héruðin Elsass og lothringen (eða á frönsku Alsace og Larraine) árið 1871 þjóðverjar voru aftur á móti mjög hræddir um að Frakkar myndu vilja hefna fyrir það. Tortryggnin varð til þess að fleiri og fleiri ríki hófu vígbúnað . Um hann kom líka upp samkeppni. Þegar stjórn eins lands komst að því að meira af vopnum var framleitt í nágrannalandinu jók hún eigin vopnaframleiðslu. Eftir að hinn 19 ára serbenski stútendinn skaut Franz Derdinard erkihertoga hófst stríðið.

Comment Stream