02.03.15

Þegar ég var búin að losa kassan þá pússaði ég hann svolítið. litli kassin sem á að fara upp í lokið er aðeins of stór, kannski mm á hverri hlið. En þá ákváðum við að þegar við myndum fóðra hann að fela gæruendann undir fletinum og þá þyrfti ég að minnka hann ennþá minna svo í raun og veru geri ég það alls ekki strax.

Það er búið að panta svampinn á Akureyri og hann ætti að koma á föstudaginn til Akureyrar og þá hægt að fá hann hingað.

Til þess að mála kassan innan í þá þurfti ég að sparsla ofan í raufarnar, það var pínu galli í viðnum og hann ekki alveg beinn. Það sérst á miðjumindinni.

Eftir það grunnaði ég allar hliðarnar innan í. Þar á meðan fór ég og slípaði hornin niður á lokinu til þess að gera það auðveldara þegar það er fóðrað.

Tímanum eftir það málaði ég tvær umferðir með hvítri málningu innan í allan kassan.

Í dag skar ég niður 6mm plötu í botninn og grunnaði hana.