Brasilía

Brasilía er stærsta og fjölmennasta landið í Suður-Ameríku og fimmta stærsta land í heimi bæði að flatarmáli og fólksfjölda. Landslagið er mjög fjölbreytt. Amasón regnskógurinn, stærsti regnskógur í heimi, er í norðurhlutanum, en skógivaxin fjöll og hitabeltisgresjur sunnanvert. Í landinu er hitabeltisloftslag með litlum breytingum á milli sumars og veturs. Hvergi er meiri fjölbreytni í gróðurfari og dýralífi í öllum heiminum.

Í norður Brasilíu er Amazon fljótið, en það er vatnsmesta fljót í heimi.

Saga

Áður en Portúgalar gerðu Brasilíu að nýlendu sinni á 16. öld bjuggu um þrjár til fimm milljónir indíána í ólíkum ættbálkum á svæðinu. Í dag eru einungis 100.000–200.000 eftir. Indíánarnir voru teknir til fanga og gerðir að þrælum Portúgala sem höfðu þörf fyrir vinnukrafta á sykur- og kaffiplantekrum sínum. Margir indíánanna dóu af sjúkdómum sem Portúgalar báru með sér. Í leit að vinnuafli voru milljónir þræla fluttar frá nýlendum Portúgals í Afríku til Brasilíu. Brasilía var síðasta land í heimi til að aflétta þrælahaldi árið 1888. Eftir 300 ára valdatíð Portúgala varð Brasilía sjálfstætt ríki árið 1822. Stofnað var lýðveldi með forseta sem valdhafa. Stjórnmálaástand landsins hefur verið óstöðugt og þurft að þola skipti á milli lýðræðislegra og hernaðarlegra stjórnunarhátta.

Samfélagið

Í Brasilíu er bilið á milli ríkra og fátækra það hæsta í löndum Suður-Ameríku. Þetta er sérstaklega áberandi í borgunum þar sem stór hluti íbúa lifir í fátækrahverfum, svokölluðum favelas. Skipting jarðnæðis í Brasilíu er einnig ójöfn. Eitt prósent íbúanna á 46,2 prósent landsins og eru um 4 milljónir jarðnæðislausra vinnumanna (í sveit) í landinu. Þeir hafa komið á fót eigin stofnun sem nefnist Movimiento dos Trabalhadore Rurais Sem Terra (MST) og berst fyrir jafnari útdeilingu jarðnæðis.

Comment Stream