26.2.15

Trékassinn minn var skorinn út í shopbot á þriðjudaginn og það gekk bara vel.

Hann skildi eftir svona litla pinna eins og sérst fyrir miðju á löngu mjóu myndinni til þess að kassarnir myndu ekki færast til þegar hann væri búin með part af verkinu.

Ég notaði sporjárn og hamar til þess að ná þessu í sundur og byrjaði að pússa þetta í síðasta tíma.  - Það gekk vel en ég þarf að eins að pússa betur litla kassann sem á að fara upp í lokið til þess að lokið haldist á réttum stað.

ég prófaði að reysa kassan við og púsla honum saman og það gekk bara vel upp.

Næst á dagskrá er þá að pússa litla kassan í lokið aðeins betur og svo mála hann innan í.

Það er lítil skemmd á plötunni svo að það er líklegast besta að spasla bara ofan í það og mála þetta svo hvítt - allar innan í hliðarnar -