New York.

the United States Of America.

NEW YOR BORG.

  1. New York er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8 milljónir íbúa af ýmsum þjóðernum. Borgin er 800 ferkílómetrar að stærð og hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, samskipta, tónlistar, tísku og menningar og í henni eru einnig aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Borginni er stjórnsýslulega skipt í fimm hluta: Brooklyn, Bronx, Manhattan, Queens og Staten Island.

  2. Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn strax og skildi ekkert eftir sig. Það var ekki fyrr en árið 1609 að Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613. Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurskýrðu hana New York (sem stundum hefur verið kölluð Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc. 1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.

Comment Stream