Forvitnisverkefni

Ljósmyndun

2015

Fyrsta myndavélin

Uppruni ljósmyndunar

Nútíma ljósmyndatækni má rekja til franska uppfinningamannsins Joseph Nicéphore. Hann byrjaði að gera tilraunir árið 1793 með aðferðir til að gera sjónrænar myndir. Fyrstu verk hans dofnuðu fljótt en honum tókst loks að gera varanlega mynd árið 1826. Aðferðirnar kröfðust þess að sólin var notuð til að framkalla myndina en það tóku 8 klst. Var aðferðin því einungis notuð til að festa á mynd fasta hluti eins og t.d. byggingar. Árið 1829 byrjaði hann að vinna með listamanninn og efnafræðingnum Louis Jacques Mandé Daguerre að betrumbæta aðferðina. Eftir dauða Nicéphore 5. júlí 1833, hélt Daguerre áfram starfi sínu og tókst að lokum ætlunarverkið.

Fyrsta ljósmyndin

Hún var tekin 1826 og hún tók um 8 klst og hún heitir view form the window at Gras og  Joseph N. Niépce tók þessa mynd

Fyrsta litaða myndin

Frakkinn Louis Ducos du Hauron (1837-1920) var fyrstur til að gera litmyndir árið 1862 en fyrir þann tíma höfðu þær verið einungis svart/hvítar. Áður en litmyndirnar komu var lífgað upp á svart/hvítar myndir með því að mála svolítið í þær, t.d voru skartgripir gylltir eða settur grænn litur í grasið. Aðferð du Hauron var þannig að teknar voru á sama tíma þrjár mismunandi litaplötur (blá, græn og rauð) sem voru lagðar saman í eina mynd. Þessar myndir voru teknar á gler. Það var ekki hægt að gera pappírsmyndir með þessari aðferð. Litmyndir komu ekki fyrr en 1963 til Íslands þegar Leifur Þorsteinsson kemur heim úr ljósmyndanámi frá Danmörku

Þetta er  fyrsta ljósmyndin í lit

Þetta er tartan efni sem er svona eins og efni í skota pilsiFyrsta lit filman

Árið 1936 fór hún út á markað  

Uppruni stafrænna myndavélaStafrænar myndavélar eiga uppruna sinn að rekja til myndbandstækisins og voru þróaðar út frá þeirri tækni. Myndbandstækið var fundið upp árið 1951 og virkar þannig að lifandi myndum er breytt í stafræn merki og vistaðar á segulband. Árið 1972 fékk Texas Instruments fyrsta einkaleyfið á filmulausnari myndavél en það var ekki fyrr en í ágúst 1981 þegar Sony gaf út Sony Mavica, fyrstu stafrænu kyrrmyndavélina sem fór á markað.

Heimildir

http://photography.nationalgeographic.com/wallpaper/photography/photos/milestones-photography/color-tartan-ribbon/

http://en.m.wikipedia.org/wiki/Kodachrome#History

http://skemman.is/stream/get/1946/3656/7252/1/Ljósmyndin_og_myndlistin_fixed.pdf

http://skemman.is/stream/get/1946/2082/6508/1/Lokaritgerd.pdf

http://en.m.wikipedia.org/wiki/History_of_photography

http://is.m.wikipedia.org/wiki/Ljósmyndun

http://is.m.wikipedia.org/wiki/Stafræn_ljósmyndunTakk fyrir mig  :)

Þorbjörg Ingvarsdóttir

Comment Stream