Bekkjarandinn í 01 Árganginum ;)

Bekkjarandinn snýst aðallega um góða vináttu og traust milli bekkjarfélaga svo ekki sé minnst á samvinnu og vinnuafl sem allir bekkir ættu að eiga saman ;)

Hér kom allur árgangurinn saman og tóku ruslapoka til að taka ruslið út um allt á Akranesi. Við unnum tvö og tvö saman og við vorum látin hafa götur sem við áttum að taka ruslið af.

Við fórum á Reyki saman og þar urðu allir enn betri vinir en áður ásamt því að kynnast fleiri krökkum og eignast nýja vini.

Við tókum þátt í Stóru Upplestrarkeppninni og sumir komust bara frekar langt :)

Busaballið var ábyggilega besta upplifun allra í áttunda bekk. Hér eru flestar stelpurnar í árganginum að bíða eftirvæntingarfullar eftir strákunum sem áttu að koma að sækja þær.

Comment Stream