QR kóðar í skólastarfi

QR kóðar komu fyrst fram 1994 og er QR stytting á orðunum quick response. Þeir virka svipað og strikamerki en það sem þeir hafa umfram hin hefðbundnu strikamerki er að þeir geyma mun meira af upplýsingum en bak við hvern kóða geta verið 4296 bókstafir.

QR kóðar eru merki sem hægt er að skanna með snjalltækjum, eins og símum eða spjaldtölvum, og fá hinar ýmsu upplýsingar fram, en að baki kóðunum geta legið vefsíður, textar, glærusýningar og skjöl. Til að geta skannað QR kóða þarf að sækja til þess sérstakt app. Það er hægt að ná í þessi öpp á play store og app store.

Hér má sjá áhugavert myndband um QR kóða:

Dæmi um notkun QR kóða í kennslu er að búa til ratleik þar sem nemendur þurfa að finna kóðana, skanna þá inn og fá þá upp þraut sem þeir þurfa að leysa og fá þar með upplýsingar um hvað skal gera næst eða hvar næsta stöð er. Þetta getur brotið upp kennslu á skemmtilegan hátt og vakið áhuga nemenda á efni sem ef til vill vekti ekki upp áhuga við hefðbundna kennslu.

Það getur líka lífgað upp á verkefnavinnu í bóklegum greinum að leyfa nemendum að skanna inn kóða og vinna sig áfram með þeim.

* Með yngstu nemendunum má leyfa þeim að skanna kóða og hafa á bak við kóðana myndir sem þau þyrftu svo að skrifa hvað væru eða skrifa stutta sögu um myndina.

*Með eldri nemendum er hægt að hafa á bak við kóðann vefsíður, heimildir eða myndbönd sem nemendur þurfa að vinna meira með.

Hér er linkur inn á myndaband þar sem nemendur nota QR kóða í kennslu. Þau nota í raun kóðann sem styttri leið inn á síður sem þau nota oft í skólastarfinu.

Fleiri dæmi um notkun QR kóða í skólastarfi:

Comment Stream