E D I N B O R G
Sys & Bró & Sys

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN RÚSÍNURASSGAT

18. - 21. september 2014

Já, þú hélst þú fengir ekkert nema einhver nuddkort eða kampavín eins og þrítugir fá að jafnaði.  Nei, þú færð frá elskandi systkinum þínum ferð með þeim sjálfum, þau fá ferð með þér og hvert okkar ferð með okkur öllum þremur.  Við fljúgum kl. 21 á fimmtudegi út og komum heim sunnudagskvöld. Okkur hlakkar geðveikt mikið til og ætlum að láta skipulagið þróast saman yfir kaffibolla eða tveimur í sumar.  Það ber þó að nefna hér að þema ferðarinnar er "FLÆÐI".

Við gistum á The Royal Mile

The Royal Mile er að vísu gata, mikil túristagata og íbúðahótelið okkar heitir:

Íbúðin skartar fínum rúmum, fríu wi-fi fyrir forritara og kaffivél.  Það er stutt að hlaupa út í Marks&Spencers til að ná í rjúkandi heit Croissant og múffur og síðan er gamla sys búin að sannreyna að þessi staður stendur alveg undir nafni:

Annars eru margir staðir sem koma til greina í morgunmat.  Við sendum Andra reglulega hugmyndir að einhverju gómsætu til að prófa.  Nú síðan verður pottþétt tekið afternoon tea (kannski á Balmoral), góðir staðir út um allt fyrir dinner og svo er búið að testa einn lókal bar, The Jolly Judge.  Já, og við Árni ákváðum að bóka líka töskur, þó að við séum ekki viss hvort við viljum versla.  En við verðum að hafa val!

Edinborg hefur verið höfuðborg Skotlands frá 15 öld og flugið frá Keflavík er um 2,5 klst.  2012 bjuggu þar um 500.000 manns. Pólitískt vald Skotlands er í London og daginn sem við komum fara fram kosningar um sjálfstætt Skotland!   Í Skotlandi er mikið um bankastarfsemi og vátryggingar en borgin er rík af mörgum sögufrægum byggingum, s.s. köstulum og kirkjum.  Á móti íbúðahótelinu okkar er kirkjan St. Giles þar sem Leifur Breiðfjörð hannaði og gerði einn gluggann.

Gamli bærinn og nýi bærinn í Edinborg eru báðir skráðir á UNESCO heimsminjaskrá.  Þarna er risastór kastali sem ég held að Bjössi frændi sé að hefja nám við í haust.  Edinborg er eins og Reykjavík, bókmenntaborg Unesco.

Þetta verður frábært - bjór, búðir og brunch út í eitt.

Comment Stream