Ellefti september

Árásin á Bandaríkin

Verkefni 1

Það kom mörgum á óvart þegar Ísland var að finna á lista yfir þær þjóðir sem styddu innrás í Írak í kjölfar stríðsins í Afganistan. Enda var innrásin í Írak mjög umdeild. Hvers vegna var það? Og hvaða hagsmuni gátu Íslendingar mögulega haft af því að vera á slíkum lista?

Verkefni 2

Hvaða tvö atriði voru það sem Al Kaída notaði helst sem réttlætingu fyrir árás á Bandaríkin 11. september 2001?

Verkefni 3

Í leynilegri skýrslu sem kom út árið 2004 sakaði Rauði krossinn bandarísk stjórnvöld um glæpsamlega meðferð á föngum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og mótmæltu aðferðum Bandaríkjanna. Þegar Obama var kjörinn lofaði hann að bæta úr. Hverju lofaði hann? Hvernig fór það?