England

Enski fáninn

Landslag og Stjórnarfar

England er eitt valdamesta land í bæði Evrópu og heiminum. Það er 130.395 km2 að stærð og þar búa 51.092.000.

Landslagið er láglent í suður- og austuhlutanum. Þar vex laufskógar og engi. Í norður Englandi liggja Pennínafjöllin og þau eru 893 m að hæð.

Það eru fjögur ólík belti til það er tempraðabeltið, heittempraðabeltið,kuldabeltið og hitabeltið. England er í tempraðabeltinu/meginlandsloftslag og því er mikill hita munur milli árstíða. Það er kalt á vetrinum og heitt á sumrin.Samt sem áður er Úrkoman lítil og því minnkar hitastigið því lengra þú ert komin frá Atlantshafinu.

Í Englandi er stjórnarskrábundin konungsstjórn. Það þýðir að það er lýðræði og konungsfjölskylda en konungsfjölskyldan stjórnar engu. Elísabet ll sem er Drottning Englands hefur 0% stjórn annað en lýðræðið sem stjórnar öllu og býr til lög. Forsætisráðherra Bretlands David Cameron er æðstur í lýðræðinu. Þetta er líka svona í Svíþjóð,Noregur og Damörk. Stjórnarfarið í Englandi er ekki mjög ólíkt stjórnarfarinu á Íslandi.

Kort af Stóra-Bretlandi
Kort af London
Ensk sveit

Menning og matur

Menning í Englandi er mjög fjölbreytt og skemmtileg. London höfuðborgin í Englandi ein helsta menningarborg í heimi og því er mikið að skoða t.d. leikhús,listasýningar,veitingastaði,kvikmyndir,áhugaverða staði og margt margt fleira. Helstu einkenni í enskri menningu eru að fara á krá eftir vinnu eða fá sér te sopa með kexköku. Það er krá í hverju hverfi og mjög enskt að fá sér bjór með vini sínum eftir vinnu. Og síðan er bókmenntir Englendingar eiga mjög fræga rithöfunndi eins og J.R.R . Tolkien, George Eliot og J.K Rowling. Leikskáldið William Shakespeare er eitt frægasta leikskáld sem til var og samdi mörg fræg leikrit.

Meðal annars er mjög vinsælt að borða fisk með franskar,eplaböku,Devonshire lrjómate,Spotted dick og hlaupaáll og margt annað.

Atvinnuhættir og auðlindir

Atvinnuhættir Englendinga eru fiskiveiðar eins og allar aðrar strandþjóðir. Helstu fiskimið Englands er í Norðursjó en áður fyrr voru stundaðar fiskiveiðar í Norður-Atlantshafi en það er búið að minnka töluvert. Helsta fiskitegund sem Englendingar veiða er þorskur,ýsa og makríll sem hafa verið fluttir frá Íslandi. Englendingar stunda líka kvikfjárrækt og akuryrkju t.d. kvikfjárrækt er það aðallega ræktun á kindum og nautgripum. Síðan er mest stunduð akuryrkja á þurrari svæðum í austurhlutanum þar sem er ræktað hveiti,hafrar,grænmeti og ávexti.

Iðnaður í Englandi er ótrúlega mikilvægur og því er auðlindirnar mjög dýrmætar og dýrar t.d. eru efna og lyfjaiðnaður,vopnaiðnaður og hugbúnaðariðnaður mjög verðmætt og náttúru iðnaður eins og te,sykur,timbur,kjöt og málmar. Árið 1975 hófu Bretar olíu- og gas vinnslu í Norðursjó.

Nágrannalönd

England á fjögur nágrannalönd þau eru Skotland,Wales,Írland og Frakkland. Skotland sem liggur í norður-Bretlandi og Wales sem liggur í austur-Bretlandi nálægustu löndin að Englandi og Írland sem liggur fyrir utan austur-Bretlandi. Milli Frakklands og Englands eru Ermasundsgöngin sem liggja undir Ermasundi og eru 50,450 km að lengd.

Frægt fólk

David Beckham á fótboltavelli

Miðjumaðurinn David Beckham var einn sá besti fótboltamaður í Englandi og hann hefur spilað 127 landsliðsleiki og skorað 17 mörk. Hann hefur spilað fyrir Manchester United,Preston North End,Real Madrid,Milan,Los Angeles Galaxy og Paris Saint-Germain. Hann er núna 39 og er giftur Victoria Beckham og á fjögur börn.

Christian Bale er heimsfrægur enskur leikari sem er þekktur fyrir the Dark knight þrýleikin,American psycho og the Prestige. Hann er 40 ára og hefur fengið tvo Óskar fyrir myndinar American Hustle og the Fighter.

Christian Bale í the Dark Knight Rises

Samgöngur og stærstu borgir

Í Englandi eru samgöngur með því besta sem þekkist. Flugsamgöngur eru mjög miklar og ein stærsta flugstöð í heimi,Heathrow sem er í London er bara ein af mörgum. Um land allt í Englandi eru góðar járnbrautasamgöngur og vegakerfi. Tvær járnbrautir sem ég þekki eru Ermasundsgöngin og Ealing Broadway. Mikið eru teknir strætóar eftir vinnu í Englandi og sem fólk ferðast mikið. Tveggja hæða rauðu strætóarnir í Englandi er nú orðið tákn um ensku þjóðina.

Í Englandi eru margar stórar borgir en höfuðborgin þeirra London er stærst þeirra hún er 1.577.3 km2 og þar búa 7.355.400. Aðrar stórar borgir í Englandi eru Birmingham,Cambridge,Gloucester,Ely, Derby,Liverpool og Oxford.

Tungumál og trúarbrögð

Eins og flest lönd er England kristintrú en samkvæmt 2011 census ransókninni er 59.4% kristin 24.7% trúarlaus 5% muslim og 7.2% sem hafa ekki svarað.

Eins og nafnið gefur sig er töluð enska og síðan á sumum ákveðnum svæðum í Englandi er talað Cornish en það er mjög sjaldgæft.

Athyglisverðir staðir

Það eru margir athyglisverðir staðir sem er hægt er að skoða t.d. Stonehege,London,Náttúrulífssafn Englands,Adelphi leikhúsið og Caffè Nero.


Takk fyrir mig og gaman að þið skyldu vilja skoða síðuna mína.

Comment Stream