1.Fimleikar & 2.fitkid

1. Fimleikar eru íþrótt sem felur í sér æfingar sem þarfnast styrks, liðleika, lipurðar, samhæfingar og jafnvægis. Á Íslandi eru fimleikar í gríðarlegri sókn og er nú svo komið að íþróttin er sú fjórða mest stundaða á Íslandi á eftir, knattspyrnu, golfi og hestaíþróttum. Fimleikar eru jafnframt næst mest stundaða íþrótt 16 ára og yngri og næst mest stundaða kvennaíþróttin.

Fimleikum er stýrt af Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) og í Evrópu af Evrópska fimleikasambandinu (UEG).

Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Í Evrópu skiptast fimleikar í 7 aðalgreinar: Áhaldafimleika, Hópfimleika, Nútímafimleika, Trampolín, Þolfimi, Sýningarfimleika og Almenningsfimleika. Á Íslandi eru í dag stundaðar þrjár af þessum aðalgreinum: Áhaldafimleikar, Hópfimleikar og Almenningsfimleikar.

Í áhaldafimleikum er æfingar gerðar á mismunandi áhöldum. Þau eru gólf, stökk, kvennatvíslá, slá, karlatvíslá (samsíða), bogahestur, hringir og svifrá. Markmiðið er að gera eins flóknar æfingar og hægt er. Ekki má þó gera of flóknar æfingar því að maður verður að geta ráðið við þær til að geta gert fallegra. Fimleikar reyna því mikið á kraft, jafnvægi, fimi og að geta hugsað um margt í einu.

Þegar maður er að keppa er dómari sem gefur einkunn, sá vinnur sem fær hæstu einkunn. og þar að leiðandi fá betri einkunn. Það sem er mest gefið einkunn er að vera með strekktar ristar, hendur og fætur, beinar eða bognar eftir því sem við á.

2.   Fit Kid er byltingakennd íþrótt fyrir börn frá 6-16ára.

Styrkur, hraði, sveigjanleiki, jafnvægi, frelsi og sjálfsagi, ásamt einbeittum vilja og meðvitund um lífsgæði, mynda ímynd heilbrigðs, árangursríks jafnvægis í lífinu. Fit Kid er ekki fimleikar eða sérhæfð þjálfunartækni eins og þolfimi, heldur skemmtilegt alhliða heilsunámskeið sem brúar bilið milli ofangreindra íþróttagreina, dans og skyrktaræfinga. Fit Kid snýst um heilbrigða, eðlilega krakka í góðu formi og hvatningu til heilsusamlegs lífs án öfga.

Fit Kid er alþjóðlegt kerfi IFD ( International Fitkid Division )  Frá árinu 1997 hafa verið haldin árleg Evrópu- og heimsmeistaramót í greininni, og 2007 sendu Íslendingar fulltrúa sína í keppnirnar í fyrsta sinn með glæsilegum árangri. Einnig eru í boði fjölþjóðlegar sumarbúðir fyrir Fit Kid iðkendur sem hafa það að markmiði að kynna börn frá mismunandi löndum, vinna að sameiginlegum markmiðum Fit Kid hreyfingarinnar og einingu landanna.

Please RSVP
1 people are going
Invite Friends
1 going1 maybe0 no
alexiamargret Organizer
? Diljá Steinsdóttir 2 years ago

RSVP HVAÐ?

Comment Stream

2 years ago
0

lol