4. Kafli

Gangleri spyr: Hvernig varð heimurinn til? Hvernig var upphafið?

Í byrjun var ekki neitt, bara tóm sem kallast Ginnungagap

Niflheimur var gerður á undan jörðinni, í honum miðjum er brunnur sem heitir Hvergelmir og úr honum liggja árnar Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbulþul, Slíður og Hríð, Sylgur og Ylgur, Víð, Leiftur.

Múspell er fyrsti heimurinn sem var gerður, þar er ljós og heitt og hann er logandi og brennandi og enginn utanaðkomandi getur farið þangað. Þar er vörður sem heitir Surtur sem passar að enginn fari inn, hann er með logandi sverð og mun sigra öll goðin og brenna allan heiminn þegar það kemur heimsendir.

Comment Stream