Fréttabréf Grunnskóla Önundarfjarðar desember 2014

Alltaf er desember jafn yndislegur og hátíðlegur þó svo veðrið sé aðeins búið að stríða okkur en við höldum okkar striki í jólaundirbúninginum og erum að leggja lokahönd á vinnuna sem lýkur með litlu jólunum á fimmtudaginn kl. 10. Við förum svo niður í leikskóla kl. 11 og verðum með sameiginlegt jólaball. Að lokum endum við daginn á því að fara í jólamat til Gunnu í Félagsbæ og er öllum boðið, einnig þeim sem eru ekki í mat.

Hér fyrir neðan er smá myndband sem sýnir undirbúninginn okkar :)

FabLab

Nemendur í 5.- og 7.bekk eru byrjaðir að fara í Fablab á Ísafirði en þar er hægt að föndra ýmislegt með tækninni, t.d. límmiða með nöfnunum þeirra eða hvað sem þeim dettur í hug að búa til. Haldið verður áfram eftir áramót og eigum við tíma kl. 13.30 mánudögum sem er sérstaklega fyrir okkur.

JÓLA-SKYPE VERKEFNI

Við tókum þátt í verkefni á Skype in the Classroom sem fjallar um jólasiði í ólíkum löndum. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn.

SKÓLAHÓPUR

Elstu nemendur á leikskólanum koma einu sinni í viku í klukkutíma til að undirbúa sig fyrir grunnskólann. Barbara kemur með hópinn og vinna hún og Munda saman með hópinn.

SKÓLI EFTIR JÓLAFRÍ

SKÓLI HEFST AFTUR EFTIR JÓLAFRÍ MÁNUDAGINN 5. JANÚAR KL. 8:00 OG VITUM VIÐ AÐ ÞAÐ VERÐA MARGIR ÞREYTTIR EN ÞESSA VIKU ÆTLUM VIÐ AÐ EINBEITA OKKUR AÐ ÞVÍ AÐ SPILA MIKIÐ NÁMSSPIL OG BRJÓTA UPP DAGINN TIL AÐ AUÐVELDA NEMENDUM AÐ AÐLAGAST AFTUR EFTIR JÓLIN :)

GLEÐILEG JÓL OG ÞÖKKUM KÆRLEGA FYRIR ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA OG GOTT SAMSTARF Á LIÐNUM ÁRUM
KÆR KVEÐJA
STARFSFÓLK GRUNNSKÓLA ÖNUNDARFJARÐAR