Ný-klassík 1770 - 1900

18. öldin hefur verið kölluð öld upplýsingarinnar og á þessu tímabili komu fram nýjar hugmyndir og uppgötvanir sem upplýstu menn um margt sem áður hafði verið óskiljanlegt. Þetta var tímabil þekkingaröflunar sem byggði á vísindalegum vinnubrögðum og skynsemi frekar en trú á yfirnáttúruleg öfl.

Eftir fornleifauppgröft í Pompei og fleiri stöðum á Ítalíu og Grikklandi var fornklassíski stíllinn endurskilgreindur þar sem menn vissu nú meira um hinar fornu hefðir en menn töldu sig vita á Endurreisnartímabilinu. Myndlist var einnig endurskilgreind og ekki lengur talin iðn sem málarar lærðu hjá lærimeistara heldur sérgrein sem kenna ætti í háskóla (akademíu). Stíll þessa tíma er því einnig kallaður akademískur stíll. Sá sem bjó það til var Jacques-Louis David. Einn frægasti listamaðurinn sem notaði svona list hét Jean Auguste Dominique Ingres.

LISTAMENN (í tímaröð):

  • Jacques-Louis David (franskur, 1748-1825):
  • Marie-Guillemine Benoist (frönsk, 1768-1826):
  • Bertel Thorvaldsen (danskur, 1770-1844):
  • Jean Auguste Dominique Ingres (franskur, 1780-1867):

Þessi mynd hér að ofan er kallaður Blái Drengurinn og er olíumálverk sem breski listamaðurinn Thomas Gainsborough málaði um 1770 og er líklega þekktasta verk hans. Talið er að drengurinn á málverkinu sé Jonathan Buttall, sonur auðugs ensks kaupmanns. Síðan um málverkið er hér http://is.wikipedia.org/wiki/Bl%C3%A1i_drengurinn

Þar sem nýklassík byrjaði

Comment Stream