Mat á vinnustundum nemenda

Kennarfundir í Þelamerkurkóla 12. og 16. mars - kynning 19. mars

Þelamerkurskóli

Kennarafundur 12. mars og 16. mars 2015 – kynning á niðurstöðum á kennarafundi 19. mars. Þið veljið sjálf hvernig þið kynnið og skilið niðurstöðum ykkar.

Mat á vinnustundum nemenda/vinnu í áætlunum/vikuáætlunum

Skiptið ykkur í tvo hópa – yngri og eldri ásamt viðhengjum (1.-4. bekkur og 5.- 10. bekkur).

“Yngri hópurinn” (Anna Rós, Jónína Garðars, Jónína Sverris og Hildur) einbeitir sér að því að skoða hvort og þá hvernig hægt sé að útfæra hugmyndina um vikuáætlanir og sýnileg námsmarkmið hjá yngstu nemendunum. Ef þið sjáið að hægt er að útfæra hugmyndina hjá yngstu nemendunum metið hvort og hvernig það muni samræmast:

Ef þið sjáið að hugmyndin um vikuáætlanir og sýnileg námsmarkmið eigi ekki við hjá þessum nemendahópi skráið þá af hverju þið komist að þeirri niðurstöðu.

“Eldri hópurinn” (Hulda, Berglind, Anna Rósa, Halla og Inga) einbeitir sér að því:

  • a) að skoða og bera saman hvernig umsjónarhóparnir nota vikuáætlanir og vinnustundir og hvernig námsmarkmiðin sem áætlanirnir og stundirnar taka til eru sýnileg nemendum.
  • b) að skoða og ræða hverjir eru kostir og ókostir þessa fyrirkomulags fyrir nemendur, kennara og foreldra.
  • c) metið hvernig framkvæmd ykkar samræmist leiðarljósi skólans: http://www.thelamork.is/is/skolinn/leidarljos-og-einkunnarord
  • d) metið líka hvernig framkvæmdin samræmist lykilorðunum virkni, áhugi, námsframmistaða og vinnubrögð í frammistöðumati skólans.
  • e) ræðið að lokum hvernig framkvæmdin samræmist hæfniviðmiðunum við lok 7. og 10. bekkjar í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýnni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýting miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi. Sjá veggspjaldið http://namtilframtidar.is/pdf/MRN_Lykilhaefni-veggspjald.pdf

Báðir hóparnir geta ef tími vinnst til látið gamminn geysa um hvernig væri hægt að búa til samræmi og samhengi í þessu vinnulagi svo það komi ekki nemendum, kennurum eða foreldrum á óvart á einhverju stigi. Eða þið getið velt fyrir ykkur hvernig megi gera vinnulagið rafrænt og jafnvel gagnvirkt.

Comment Stream