Gátlisti fyrir náttúrufræðipróf

Nemendur eiga að kunna atriðin hér fyrir neðan

Þú átt að:

...vita og geta útskýrt með dæmum að þótt hægt sé að auðvelda vinnu þá er ekki hægt að komast hjá því að vinna hana.

...þekkja skilgreiningu eðlilsfræðinnar á vinnu og geta reiknað vinnu ef forsendur eru gefnar.

...geta nefnt dæmi um notkun skábrauta í daglegu lífi.

...skilja og geta útskýrt hvernig vogarstangir virka.

...þekkja þrjár mismunandi gerðir vogarstanga.

...vita hvernig vindur og blakkir vita og sjá mun á tækni sem aðeins breytir stefnu krafts og tækni sem einnig breytir krafthlutfalli.

...geta séð uppsetningu á vindum og dregið af því ályktanir um þann kraft sem beita þarf til að lyfta hlutum.

...skilja hvað er líkt með hjóli og vogarstöng.

...þekkja dæmi um daglega nýtingu hjóla í eðlisfræði.

...skilja hvers vegna sumir hlutir sökkva og aðrir fljóta.

...vita með hvaða hætti lögun getur haft áhrif á flotkraft hluta.

...þekkja straumefni og þrjú lögmál sem verka í þeim (Arkímedesar, Pascals og Bernoullis).

...vita hvaða áhrif það hefur á þyngd hluta að vera settir í straumefni.

...vita hvers vegna fljúgandi tæki haldast á lofti, þekkja tvær gjörólíkar tegundir flugvéla.

...geta nefnt þá krafta sem verka á flugvél á flugi og dregið ályktanir af upplýsingum um þá.

...þekkja tengsl metra og lítrakerfis og geta umreiknað á milli kerfa.

...geta útskýrt lögmál Arkímedesar og þekkt hvenær það er að verki.

...geta útskýrt lögmál Pascals og þekkt hvenær það er að verki.

...geta útskýrt lögmál Bernoullis og þekkt hvenær það er að verki.

...geta reiknað meðalhraða.