RÓKOKÓ

Rókokó er lífstíll sem kom fram í byrjun 18 aldar. Barokkstíll kom á undan Rókokó og helstu einkenni hans eru áberandi skreytingar sem voru uppfullar af táknum, sterkir litir voru notaðir, mikill munur á ljós og skugga, útskurður var algengur og formin voru ýkt og sterkir litir. Rókokó er mjög líkur Barokkastílnum nema hann er mun léttari og einkenndist af sveigðum formum sem líktust S og C. Dýra- og blómamynstur voru algeng og ýmis náttúruform svo sem steinar og skeljar voru áberandi í málverkum og húsgögnum. Jean Antoine var fyrsti frábæri rókokó listamálarinn og hafði mikil áhrif á síðari málara ásamt Jean Honoré og Francois boucher sem var á síðari tímabili.


Comment Stream