Ritunarverkefni

Órímað ljóð:

Snjórinn er kominn       

Og sólin er farinn

Það kólnar í lofti

Og senn koma jól

Elliheimilissaga:

Ég vaknaði í morgun og reyndi að kveikja á sjónvarpinu en það gerðist ekki neitt svo ég fékk mér morgunmat í matsalnum, þar hitti ég Siggu hún hafði fest gaffalinn sinn í hárinu, ég settist niður hjá lúlla. Lúlli var alltaf eitthvað að bralla, hann hafði keypt sér nýjasta epla-símann það var svaka fjör. Maturinn var svaka góður hjá henni ellu, meira að segja Doddi gubbaði ekki .

Eftir morgunmatinn ákvað ég að skreppa í bæinn og splæsa í eitt stykki internet, mig hefur alltaf langað til að horfa á internetið

Skrifaðu sögu sem gerist á hafsbotni

Eitt sinn var hafmeyja sem hét Abríela hún var að verða fimmtán ára og nennti ekki að hlusta á pabba sinn, hún átti ekki mömmu því þannig eru bara hafmeyjur.

Það voru 24 dagar í fimmtán ára afmælið hennar og hana langaði svaka mikið í galdrafork í afmælisgjöf en pabba hennar fannst það ekki góð hugmynd því hún myndi nota hann á hafmenn og reyna að eignast kærasta.

Vinkonur hennar voru allr öfundsjúkar því pabbi Abríelu var svaka ríkur og gæti gefið henni næstum hvað sem er í afmælisgjöf, en Abríela hafði bara eitt takmark og það var að byrja með Axeli en hann var sætasti hafmeyjustrákurinn á öllu rifinu og allar hafmeyjurnar elskuðu Axel og vildu byrja með honum.

Loksins rann fimmtán ára afmælisdagurinn upp, en hún fékk ekki galdrafork frá pabba sínum heldur fékk hún ástarseyði sem hún gat þá gefið Axeli út í drykkin hans og ekki leið að löngu þar til hún var búin að því. Seinna um kvöldið þá fékk hún loksins kjark til að spyrja Axel hvort hann kæmi í sundtúr um rifið og viti menn hann sagði já.

Allir héldu að Abríela hefði svindlað á ástinni nema pabbi hennar því hann hafði bara gefið henni krossfiskahland í flösku og sagt að það væri ástarseyði.


Skrifaðu sögu sem heitir 'lán í óláni' og byrjar á orðunum: Ég hefði ekki átt að... Og endar á ...sem var nú eins gott!

Ég hefði ekki átt að leika mér í fótbolta nálægt húsinu hans Palla í gær en Siggi vildi endilega fá mig með sér í liðið í fótbolta á móti Hjalta og Pétri því það var stutt í næsta mót hjá okkur og það var aðallega þess vegna að ég fór.

Þetta byrjaði allt vel, allir sáttir, okkur gekk vel og vorum að vinna Hjalta og Pétur, við vorum búin að skora fjögur mörk en þeir bara eitt og það var ekki fyrr en Ég tæklaði Hjalta að hann varð svo pirraður að hann tók boltan og skaut honum í mig og ég varð svo reiður að ég ætlaði að sparka honum til baka í hann en hitti ekki og skaut beint í eldhúsgluggann hjá Palla og braut hann, eftir hálfa mínútu eða svo kom Palli brjálaður út og spurði hver hefði gert þetta, enginn þorði að segja neitt fyrr en ég viðurkenndi að hafa skotið boltanum og brotið rúðuna. Ég fór og talaði við Palla og komst að því að hann hefði lent í svipuðu í gamla daga en hefði séð eftir því að hafa ekki viðurkennt það strax. Hann sagði að ég hefði gert rétta hlutinn að viðurkenna það sem ég hafði gert og að hann væri ekkert reiður heldur bara stoltur af mér. Þetta hefði geta farið miklu verr ef ég hefði ekki sagt Palla frá þessu sem var nú eins gott.


Skrifaðu sögu þar sem kemur fyrir ranglátur dómari, fótboltakappi og amma kappans.

Eftir atvikið hjá Palla æfðum við okkur bara á grasvellinum við hraðbrautina og æfðum stíft þessar síðustu vikur því mótið var á morgun og amma og afi voru komin frá Reykjavík og ætluðu að sjá mig spila. Ég og Hjalti vörum aftur orðnir vinir eftir atvikið um daginn og spiluðum mjög vel saman. Fyrsti leikurinn fór vel enda unnum við hann   3-1 og næsti gekk líka vel og komust við meira að segja í úrslit. Í úrslitaleiknum byrjuðum við á því að skora tvö mörk en hinir náðu að skora eitt fyrir hálfleik, þegar seinni hálfleikurinn byrjaði var hitt liðið orðið miklu grimmara og byrjaði að tækla alla liðsmenn okkar en dómarinn gerði ekkert í því, næstum eins og hann væri með hinum í liði. Þegar aðeins tíu mínútur voru eftir jöfnuðu þeir og staðan var 3-3, við gáfumst nú ekki upp og ætluðum að vinna þennan leik. Á síðustu mínútu skoraði Hjalti og byrjuðum við strax að fagna þangað til dómarinn dæmdi markið ógilt, nú var ömmu nóg boði og fór hún til dómarans og húðskammaði hann og ég get svarið það hann var svo hræddur við ömmu að hann gaf okkur markið og við unnum leikinn, ég fór strax og knúsaði ömmu.

Skrifaðu fjórar 25 orða sögur þar sem öll orðin í hverri sögu (nema smáorðin) byrja á sama staf

Kalli Kleif klettin kjarklega í kuldanum og keypti köku og kakó í kaupfélaginu, kalli keyrði   um Kópavoginn í korvettu Kristínar og keypti krúttlegan kött í kærleikshölliinni.


Halldór hjólaði hratt og heyrði háværa hljóðið í hátalaranum hans Hákonar og hugsaði um hafið og hafmeyjurnar í hafmeyjuþáttunum hans Hjalta, hann hafði hafmeyjuáhuga  hann Hjalti.


Geiri gekk greitt í Grafarvoginum í gærkvöldi og gerði Georgi greiða og greiddi gráa grísnum í götunni. Gaurarnir gerðu Geira grikk og geltu grísinn í götunni.


Rómverskur riddari réðst inn í Rómarborg, rændi og ruplaði radísum og rófum rómverjarnir rugluðust og rændu radísunum af rómverska riddaranum og riddarinn reið rakleiðis úr rómsarborg.


Skrifaðu ævintýri þar sem þrítala kemur fyrir

Einu sinni fyrir langa löngu voru þrír konugssynir sem hétu Kasper, Jepser og Jónatan og bara árs munur á hverjum og einum. Þeir áttu heima í stórri höll upp á hæð.

Þeir voru allir hrifnir af prinsessunni sem hafði verið lokuð inni í Kastalanum í eldfjallinu sem var þarna í nágrenninu og myndu þeir allir fara strax en foreldrar þeirra leyfðu þeim það ekki fyrr en þeir væru orðnir átján ára og voru bara 13 dagar í það hjá elsta bróðirinum og ætlaði hann samstundis að fara og bjarga prinsessunni úr Kastalnum.

Svo á afmælisdeginum hans fór hann til prinsessunnar en sneri aldrei aftur.

Næsta ár fór miðbróðirinn að bjarga prinsessunni en lenti í því sama.

Og næsta ár var komið að yngsta bróðirinum og þegar hann var komin að eldfjallinu kom dreki og lagði fyrir hann þrjár þrautir. Sú fyrsta var að hoppa ofan í eldfjallið því miðju þess var gat í gegn og smá vatn þar fyrir neðan, þegar hann væri búinn að því þyrfti hann að komast framhjá þríhöfða ljóninu og seinasta þrautin var að velja rétta kastalann sem prinsessan var í því ef maður myndi velja ranga kastalann myndi maður festast þar inni til eilífðar. Þegar hann var búinn að stökkva þá tók hann eftir því að ljónið væri bara kettlingur og gerði ekki flugu mein, svo var að velja kastalann en þegar hann fór inn í þann kastala sem hann taldi réttan þá komu bara tveir kornungir snáðar skríðandi í áttina að honum og svo komu báðir bræður hans og þá hefðu þeir komist í gegn og bara sest að hjá prinsessunni og eignast hvor um sig eitt barn með henni.

Gerði óvart tvær þrítölu-sögur

Comment Stream

2 years ago
0