Heimildaritgerðir

Á hverju skal byrja?

Þegar efnið hefur verið valið þarf að finna heimildir.

Það er gott að "breinstorma" t.d. með því að spyrja sjálfan sig nokkurra spurninga, t.d.: Hvað er…?  Hvar er…? Hvernig…? Hvers vegna…?

Það getur verið gott að gera hugarkort með innihaldi ritgerðarinnar.

Passið að afmarka efnið og fjalla ekki um of mikið eða of fjölbreytt efni.

Bygging ritgerðar

Ritgerð skiptist í þrjá meginhluta: Inngang, meginmál og lokaorð

Inngangur: Upplýsir um hvað ritgerðin fjallar - yfirleitt er inngangur gerður síðast þegar ljóst er um hvað ritgerðin fjallar.

Meginmál: hér er fjallað um efni ritgerðarinnar. Hér þarf að sýna sjálfstæði í ritun en ekki copy/paste-a beint frá öðrum stað. Efni er skipt í kafla eftir því sem við á, þess þarf mögulega ekki í styttri ritgerðum.

Lokaorð: Hér eru aðalatriði ritgerðarinnar dregin saman í stuttu máli. Hér má segja sína skoðun á efninu.

Frágangur

Gera forsíða samkvæmt reglum (sjá skjalið Heimildaritgerð í Google Docs, þar er dæmi um forsíðu).

Gera heimildaskrá samkvæmt APA reglum (sjá skjalið Heimildaritgerð í Google Docs fyrir nánari upplýsingar um heimildaskrá).

Hafa almennan texta í leturgerðinni Ariel eða Times New Romans og punktastærð 12. Má vera stærri puntastærð í fyrirsögnum.

Línubil á að vera í 1,5