13. kafli

Njörður er þriðji ásinn og býr hann í þeim hluta Ásgarðs er Nóatún heitir. Hann er ás sjávar og veiða. Hann er ekki af ætt ása, heldur vana og er fæddur í Vanaheimum. Kona Njarðar heitir Skaði. Hún er dóttir jötunsins Þjassa og er skíðaguð. Skaði vill búa í fjallinu Þrymheimum en Njörður vill búa nær sjónum. Þau sættust á að vera í níu nætur í Þrymheimum og níu í Nóatúni.

Comment Stream