Sleipnir

María og Selma

Einu sinni þegar Þór var upptekinn kom risi til Ásgarðs og bauðst til þess að endurbyggja borgarmúrinn með því skilyrði að fá sólina, tunglið og Freyju í laun ef að hann kláraði verkið innan ákveðins tíma. Æsirnir tóku eftir því að hestur risans gerði mest alla vinnu hans, hestur hans hét Svaðilfari. Æsirnir verða reiðir við Loka fyrir að samþykkja það að gefa risanum sólina, tunglið og Freyju í laun. Þeir fundu upp lausn til að tefja vinnu hans. Loki breytti sér í gráa hryssu og lokkar Svaðilfara í burtu frá risanum í nokkurn tíma. Úr Loka og Svaðilfara varð til áttfætti hesturinn Sleipnir.

Óðinn varð svo hrifinn af Sleipni að hann tók hestinn að sér. Sleipnir er sagður hafa myndað Ásbyrgi með hófum sínum, vegna þess að það er í laginu eins og hófur.
Sumir telja að orðið sleipnir sé skylt orðinu sleipur, en sleipnir þýðir í rauninni fljótur hestur.

Comment Stream