Hópavinna - leiðbeiningar

Hópavinna snýst alfarið um samvinnu og hæfileikann til að ná sameiginlegri niðurstöðu þrátt fyrir að fólk sé ekki alltaf sammála.

Við þurfum að fylgja ákveðnum reglum þegar unnið er í hóp.

1. Hvað ætlum við að gera?

Hópurinn ræðir saman um verkefnið sem framundan er og ræðir sig saman á niðurstöðu um hvernig verkefnið skal unnið. Hér gilda almennar reglur í samskiptum: við hlustum hvert á annað, við berum virðingu fyrir skoðunum annarra, við grípum ekki frammí fyrir hvert öðru.

2. Hver á að gera hvað?

Hérna finnum við hópstjóra og deilum með okkur verkefnum. Hópurinn ræðir og kemst a sameiginlegri niðurstöðu hvað hver á að gera þannig að allir skilji sitt hlutverk í hópnum.

3. Hvernig ætlum við að skila verkefninu?

Á hvaða formi ætlum við að skila þessu verkefni ef við fáum að velja það sjálf. Hægt er að fá hugmyndir um skil hérna.

https://tackk.com/skil

4. Hvernig verður námsmatið á vinnunni okkar?

Við metum okkur sjálf og við metum hvort annað eftir ákveðnum leikreglum. Þeir sem ekki taka þátt í hópavinnu og skila af sér lítilli vinnu fá ekki einkunn hópsins heldur þurfa að vinna sér verkefni.